Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 28
80
HEIMILI OG SKÓLI
Opægilegar spurningar
EFTIR ART BUCKWALD
Ég fór í kvikmyndahús með syni
mínum í gær. Myndin fjallaði um
áhöfn á kafbáti, sem Japanir tóku til
fanga. Á leiðinni heim sagði drengur-
inn við mig: „Japanirnir voru vondir,
þegar þeir fóru svona með Ameríkan-
ana. Voru þeir það ekki?“
„Jú,“ svaraði ég. „En nú eru þeir
ekki vondir lengur, því að þetta gera
þeir aldrei nú.“
Hann hugsaði um þetta litla stund,
en hélt síðan áfram:
„Hvers vegna voru þeir svona vond-
ir þá?“
„Þeir háfa víst ekki vitað, að þetta
var ljótt.“
„Hvers vegna var þá enginn, sem
sagði þeim það?“
„O, við vorum alltaf að reyna að
segja þeim það, en þeir hlustuðu bara
ekki á okkur.“
„Eru Þjóðverjar ekki vondir?
Manstu ekki eftir kvikmyndinni þar
sem þeir börðu vesalings mennina og
börnin í fangabúðunum?“
„Jú, þeir voru vondir," sagði ég.
„En nú eru þeir góðir.“
„Eru þá komnir nýir menn í land-
ið?“ spurði hann.
„Nei, það eru sömu mennirnir, að
minnsta kosti niargir. En sjáðu nú til:
Þegar stríðinu lauk, urðum við að
gleyma því, sem vondu mennirnir
höfðu gert, annars hefði komið nýtt
stríð."
Hann leit á mig stórum, undrandi
augum.
„Drapst þú nokkurn Rússa í stríð-
inu?“ spurði hann næst.
„Nei, því að í stríðinu voru þeir
með okkur.“
„Já — en — ef þeir voru góðir menn
í stríðinu og drápu þá vondu, hvers
vegna eru þeir þá vondir nú?“
„Þeir eru ekki vondir nú. Flestir
Rússar eru góðir menn. En við erum
ekkert hrifnir af því, sem leiðtogar
þeirra segja og gjöra, og þeim er ekk-
ert vel við það, sem við segjum og
gjörum. Það er þess vegna, sem þetta
óstand er í Þýzkalandi. Sjáðu nú til:
Eftir stríðið var Þýzkalandi skipt í tvo
hluta. Rússarnir réðu yfir öðru hlut-
anum og við yfir hinum. Og nú vilja
hinir vondu Þjóðverjar á rússneska
svæðinu reka góðu Þjóðverjana frá
Berlín."
„Hvers vegna drepa Rússarnii ekki
vondu Þjóðverjana?"
„Ja — Rússunum finnst ekki þeirra
Þjóðverjar vera vondir. Þeim þykja
sínir Þjóðverjar góðir. En þeim þykir
sem okkar Þjóðverjar séu vondir. Okk-
ur finnst aftur þeirra Þjóðverjar, að
minnsta kosti leiðtogar þeirra — vera
vondir, en okkar Þjóðverjar góðir.
Skilur þú þetta?"