Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Page 31

Heimili og skóli - 01.08.1962, Page 31
HEIMILI OG SKÓLI 83 treystn ekki mikið á fyrirhyggju okk- ar.“ Daginn, sem von var á drengnum með flugvélinni, óku hjónin til flug- vallarins Idlewild hjá New-York til þess að sækja hann. En á meðan frú Newhall sat inni í biðsalnum með kóreanska orðabók í hendinni, varð hún skyndilega áhyggjufull. „Hvað er það eiginlega, sem við höfum hætt okkur út í?“ spurði hún sjálfa sig. Á sama andartaki var tilkynnt í há- talara að flugvélin væri lent. Litlu síðar kom þreytuleg kóreönsk kona inn í salinn og leiddi dökkhærðan dreng við hlið sér. „Hann var áreiðanlega sá minnsti átta ára drengur, sem ég hafði séð,“ segir frú Newhall. „Hann var ákaflega magur og andlit hans var allt bólu- grafið, en um það hafði ekkert verið sagt. Það hefur sjálfsagt verið álitið, að slíkt skipti engu máli. Mér datt ósjálfrátt í hug, hvort það væri ekki ýmislegt annað, sem við höfðum ekki fengið að vita um.“ Kjörforeldrarnir krupu niður við hlið drengsins. „David Kim,“ sagði Newhall. „Ég veit vel, að þú skilur ekki, hvað ég segi, en éjk vona, að þér verði það fljótt ljóst, að við höfum hlakkað til að sjá þig.“ Drengurinn svaraði ekki. „Hann talar lítið,“ sagði kóreanska konan, sem var með honum. „Ég held að hann hafi ekki sagt tvö orð á allri leiðinn, og það eina, sem hann borðar, eru hrísgrjón með liýði. Hann hefur ekki fengið annað að borða alla sína ævi.“ Frú Newhall tók nú að hugleiða, hvar slík hrísgrjón væri að fá á leið- inni heinr til Vermont. „Jæja, við skulum þá hraða okkur að komast af stað heim,“ sagði hún og röddin var dálítið óstyrk. „Við ókum nálega 500 kílómetra, og á allri þeirri leið borðaði hann hvorki né drakk og mælti ekki eitt ein- asta orð. Hann var stirður af ótta eins og hrætt dýr, sem hefur verið veitt í gildru.“ Þegar þau óku í hlaðið heima morg- uninn eftir, bar Newhall drenginn inn og lagði hann í rúmið, sem honum var ætlað. En á meðan hann breiddi ofan á og allt í kringum hann hlý teppi, stökk lítill hvítur kettlingur upp í rúmið til drengsins. „Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera,“ sagði Newhall. „Kim hafði kannski aldrei séð kött fyrr, það var líka hugsanlegt að hvítur köttur boðaði ógæfu í Kóreu, en þeg- ar ég ætlaði að grípa kettlinginn, smaug hann undir teppið og hringaði sig saman í fangi drengsins. Yndislegt bros færðist yfir andlit drengsins, og hann var steinstofnaður á svipstundu. Kim vandist hinu nýja lífi löngu áður en við höfðum búizt við. Við morgunverðarborðið gaf frú Newhall honum vænan skammt af hrísgrjón- um, sem voru soðin í einum klump á Austurlandavísu og síðan hellt yfir liann ahornasýrópi, og drengurinn tók ósleitilega til matar síns. Hann borð- aði einnig steikt egg, buff og kex og drakk fyrsta mjólkurglasið, sem hann hafði fengið á ævinni. Síðar um dag-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.