Heimili og skóli - 01.08.1962, Síða 33
HEIMILI OG SKÓLI
85
Mér var það Ijóst, að allt það hatur,
sem Virgil bjó yfir hið innra, varð að
fá útrás, áður en þar yrði rúm fyrir
hlýrri og göfugri tilfinningar,“ segir
Bill Newhall. „Hverju sinni, er ég
varð þess var, að reiðin var að fá yfir-
höndina hjá Virgil, kom ég því svo fyr-
ir, að við fórum að fást við eitt eða
annað starf, sem krafðist umhugsunar,
til dæmis að fella tré eða eitthvað ann-
að. Það leysti venjulega vandann. En
ég var staðráðinn í því, að hvað sem
hann kynni að segja við mig eða gera,
skyldi ég aldrei leggja hendur á hann.
Eg ætlaði að sýna honum, að reiði
hans skyldi aldrei geta komið mér úr
jafnvægi. — Það leið stöðugt lengri og
lengri tími á milli reiðikasta Virgils,
en þó bar svo við einn dag, að hann
hótaði að fara að heiman. „Ég óttað-
ist,“ sagði frú Newhall, „að ef barna-
verndarnefndin kæmist að því, að
hann væri strokinn að heiman, myndi
hún taka hann af okkur fyrir fullt og
allt.“
Bill Newhall sendi konu sína út í
eldhús og bað hana að baka nokkrar
bollur, en það var uppáhaldsréttur
Virgils. Þegar drengurinn kom svo nið-
ur stigann, hélt hann á dálitlum fata-
böggli undir hendinni. „Vertu sæll!“
sagði hann þungbúinn á svip.
Bill Newhall leit upp frá blaðinu,
sem hann var að lesa og sagði glaðlega:
„Vertu sæll! Sendu okkur nú nokkrar
h'nur, þegar þú ert búinn að fá eitt-
hvað að gera.“
Ilmurinn af nýbökuðum bollunum
lagði um allt húsið. Virgil gekk að
glugganum og leit út yfir akrana.
„Ef ég fer nú alfarinn, hver á þá að
gefa hænsnunum?" spurði hann. Hann
stóð kyrr eitt andartak, en sagði síðan:
„Það er nú líklegt, að þið þurfið mín
með. Hvað á að borða í dag?“ Hann
gekk aftur upp á loft og losaði sig við
fataböggulinn.
— Nú uppgötvaði Newhall nokkuð,
sem allir foreldrar vita, er eiga fleiri
en eitt barn: Að það er að mörgu leyti
auðveldara að hafa tvö börn en eitt,
og þá skiptir heldur ekki miklu þótt
þriðja barninu sé bætt við.
Kunningi þeirra hjóna, sem hafði
verið í sumarleyfi í Kanada, sagði,
þegar hann kom heim, frá Indíána-
fjölskyldu sem bjó í hinu aumasta
hreysi og við hinar erfiðustu ástæður.
Myndi það koma til mála, að þau
Newhallshjónin vildu ættleiða eitt af
þessum sveltandi börnum, t. d. hana
Mónu litlu, sem var sjö ára gömul?
Já, þau hjónin samþykktu það orða-
laust. Enn einu sinni sendu viðkom-
andi yfirvöld nauðsynlegustu skjöl og
hristu höfuð sín. Síðan ók öll. fjöl-
skyldan til Kanada til að bjóða hinn
nýja fjölskyldumeðlim velkominn.
„Þegar við ókum að kofadyrunum,"
segir frú Newhall, „hélt ég að móðir-
in ætlaði að bresta í grát. Ég átti líka
fullt í fangi með sjálfa mig. Þetta var
í fyrsta skipti, sem ég hafði tekið barn
frá móður sinni.“
Konan opnaði bíldyrnar og setti
Mónu litlu í aftursætið milli drengj-
anna tveggja. Síðan tók hún um hönd
litlu stúlkunnar sinnar, þrýsti henni
eitt andartak að vanga sínum og gekk
síðan inn í kofann aftur. Hún hafði
gefið Mónu vegna þess, að nokkur
börn hennar höfðu fengið berkla og