Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 34

Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 34
86 HEIMILI OG SKÓLI hún óttaðist að Móna myndi einnig taka þessa hræðilegu veiki. Móna hló og lék á als oddi. Hún sagði: „Eruð þið nýi pabbi og nýja mamma. Mér líkar vel við ykkur.“ Móna litla féll fljótt inn í fjöl- skyldulífið á Newhallsheimilinu. Hún kom oft til föðurins með vandamál sín og þreyttist aldrei á að hjálpa móður- inni við heimilisstörfin. Henni samdi prýðilega við bræðurna tvo. Newhallsfjölskyldan kunni vel liinu friðsæla og háttbundna sveitalífi. Þarna var sáð og uppskorið. Fjölskyld- an gat alltaf lagt til hliðar ofurlítið af eggjum, sem hún seldi síðan surnar- gestum, og það kom ótrúlega mikið af rúgbrauði og hveitibrauði út úr ofn- inum hennar frú Newhall. Það, sem fjölskyldan þurfti ekki að borða sjálf, var vafið í umbúðir og selt nágrönn- unum. Loks komst framleiðslan upp í 30 brauð á dag. Brauðið var síðan sent með pósti til margra staða í Nýja- Englandi. Fyrstu jólin, sem þau voru öll saman, höfðu börnin safnað nokkr- um skildingum hvert og gáfu foreldr- um sínum dálítið óvenjulega jólagjöf. Það var viðurkenning fyrir 10 dollur- um, sem áttu að nægja fyrir mat og húsnæði handa munaðarlausu barni í Hong-Kong einn mánuð. „Við vissum, að ykkur myndi falla vel slík gjöf,“ sagði Virgil kankvíslega. En þegar hann sá, að tárin komu fram í augun á Virginíu spurði hann kvíða- fullur: „Drengirnir í skólanum sögðu, að ég ætti heldur að kaupa ilmvatn handa þér. Hefðir þú heldur viljað ilmvatn?“ „Mér þykir mjög gaman að eiga ilmvatn," sagði Virginía hreinskilnis- lega, en þetta er samt bezta jólagjöf- in, sem ég hef nokkru sinni fengið.“ Da»- nokkurn kom formaður barna- o verndarráðsins, sem á sínum tíma hafði ekki talið þau hjónin fær um að taka kjörbarn og sagði þeim frá fimm ára gamalli svertingjatelpu. „Henni er bráðnauðsynlegt að eignast gott lieim- ili og góða foreldra sem allra fyrst. Eg kom til að vita hvort. ...“ — Frú Newhall svaraði um hæl: „Jú, að sjálfsögðu viljum við það.“ Linda var yndisleg telpa, stóreyg með ljósbrúnan hörundslit og svarta hrokkna lokka. Fyrstu vikurnar grét hún oft og var alltof háð hinum nýju foreldrum sínum og systkinum. Hún vildi eiga alla hluti. „Er þetta stóllinn minn? Á ég hann ein? Á ég þessa kommóðuskúffu alein?“ „Þú átt ekki að vera svona heimsk,“ sagði Móna hæglátlega. „Þetta er hús- ið okkar. Við eigum þetta öll.“ Þetta litla samfélag, sem Newalls- hjónin höfðu myndað, tvö Indíána- börn og eitt barn frá Kóreu þurfti ekki að óttast, að þau væru litin hornauga sakir litarháttar. En það komu fram nokkrar athugasemdir, þegar Linda bættist í hópinn. Dag einn, þegar Móna kom heim frá skólanum sagði hún óðamála: „Einn krakkinn í bekknum sagði, að Linda væri kynblendingur.“ Og frú Newhall segir: „Eitt andar- tak rann mér svo í skap, að ég þorði ekki að snúa mér við og láta Mónu sjá mig. En svo lagði ég handlegginn utan um báðar stúlkurnar mínar og

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.