Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 38
90
HEIMILI OG SKÓLI
inni. Urðn miklar umræður um það
hvað hægt væri að spá langt fram í
tímann að því er þróun atvinnulífsins
snerti og urðu menn sammála um, að
sá tími mundi takmarkast við 15—20
ár, og vissan yrði því minni sem lengra
yrði spáð.
Rosén sagði, að fræðslumálastjórn
hefði nú þegar í sinni þjónustu sér-
fræðinga á ýmsum sviðum til þess að
fylgjast sem bezt með atvinnulífinu og
þeim myndi fara fjölgandi. Fulltrúar
atvinnulífsins lýstu ánægju sinni yfir
þeirri yfirlýsingu og töldu, að þess
væri ekki vanþörf því þróunin yrði æ
hraðari og sífellt erfiðara að fylgjast
með öllum breytingum atvinnulífsins.
Bertil Olsson aðalframkvæmdastjóri
vildi helzt ekki spá miklu um fram-
tíðina nema því, að eftir 15 ár yrðu
örugglega komnar margar nýjar starfs-
greinar og aðrar horfnar og miklu
færri myndu þá vinna að landbúnaði
og skógrækt en nú.
Starfsfræðslustjórinn Mattlar reyndi
að setja sig í spor unglings og spyrja
fjölda spurninga. Eðlilega fékk hann
ekki svar við þeim öllum, enda ekki
ætlast til, að neinn geti svarað öllum
spurningum unglinga þótt þær séu frá
þeirra sjónarmiði eðlilegar. Spurning-
ar gáfu þó glögglega til kynna hversu
margt býr í hugum æskunnar, sem
hún fær a. m. k. engin svör við í skól-
unum þótt þeir séu allir af vilja gerð-
ir til að veita henni eins góða fræðslu
og þeir megna.
Wilhelm Pauer forstjóri „i Sveriges
Industriforbund“ ræddi um „Efna-
hagsgrundvöll þjóðfélagsþróunarinnar
á þessum áratug“.
Fyrirlesturinn var allfróðlegur og
skal hér 2;etið nokkurra atriða. Þar eð
England og Danmörk höfðu fyrir fá-
um dögum sótt um aðild að Markaðs-
Ólafur Gunnarsson.
banidalaginu, þegar fyrirlesturinn var
haldinn, var eðlilegt að Markaðsbanda-
lagið og EFTA væru veigamiklir þætt-
ir í fyrirlestrinum.
Fyrirlesarinn gat þess í upphafi
máls síns, að Vestur-Evrópa væri aðeins
einn þriðji af stærð Bandaríkjanna, en
þar byggju hins vegar 300 milljónir
manna en aðeins 180 milljónir í
Bandaríkjunum.
Verksmiðjustærð yrði oft að tak-
markast af stærð landanna, þannig
gæti General Motors ekki framleitt
alla sína bíla í einni stórri verksmiðju
heldur fjórum, einni í hverjum hluta
Bandaríkjanna. Ef öll framleiðslan,