Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 40
92
HEIMILI OG SKÓLI
hagslegu tilliti vanþróuð, þótt hún
hefði endur fyrir löngu skrifað frægar
bækur. Málin skýrðust nokkuð við
frekari viðræður okkar á milli og
varð endirinn sá, að Pauer strikaði út
orðið „vanþróaðar“ þegar erindi hans
var prentað en orðinu fátækar haldið.)
í sambandi við efnahagsmálin benti
Pauer á að breyta yrði kennslu í skól-
um í samræmi við nýja afstöðu sem
efnahagssamsteypa Evrópu skapaði.
Þessar 300 milljónir töluðu mörg
ólík mál og samvinna þeirra á meðal
hlyti að leiða til þess að meiri kröfur
yrðu gerðar til málakunnáttu en áður
og þá fyrst og fremst til leikni í aðal-
málunum, ensku og frönsku.
Eins og sakir stæðu ættu a. m. k.
hvorki Danir né Svíar nógu márga sér-
fræðinga í efnahagsmálum, sem gætu
samið á ensku og frönsku. Danir þyrftu
a. m. k. 100 slíka menn og Svíar 150,
en hvorug þjóðin ætti svo marga mála-
garpa.
Anders Rydell, verkfræðingur, tal-
aði um vélvæðingu í sænskum iðnaði
og gerði einkum grein fyrir hvernig
Husqvarnaverksmiðjurnar hefðu sí-
fellt aukið og bætt framleiðsluna og
fækkað starfsmönnum. Rydell benti á
að margir óttuðust að síaukin tækni
myndi að síðustu skapa atvinnuleysi.
Ekki taldi verkfræðingurinn mikla
hættu á því og benti á að 60% vinn-
andi manna stunda nú atvinnu, sem
ekki var til fyrir 40 árum. Andstaða
gegn nýrri tækni væri engin nýlunda.
Þegar fyrstu vélknúnu vefstólarnir
voru teknir í notkun í Englandi árið
1790 fóru verkamenn í kröfugöngu til
þess að mótmæla þessu.
Þegar gufubátur Fultons fór í fyrstu
ferð sína upp Hudsonfljót var talið, að
farþegar, sem fóru með, hefðu fundið
nýja aðferð til að fremja sjálfsmorð.
Þannig mætti lengi telja andstöðu
gegn einhverju nýju, þótt það sé eng-
um til tjóns, en öllum til hagsbóta og
blessunar.
Bertil Greko hagfræðingur talaði
um datavélar, en þar eð engin slík er
enn til á íslandi og ekki líklegt að
neinnar verði aflað að sinni er ekki
ástæða til að gera erindi hans að frek-
ara umtalsefni.
Bertil Olsson talaði um tæknimenn-
ingu og vinnumarkað. Bertil Olsson
benti á, hversu mismunandi gildi sjálf-
virknin hefði í hinum ýmsu löndum.
í Bandaríkjunum og í Svíþjóð hefði
um sama leyti verið aukin mjög sjálf-
virkni í bílaiðnaði. í Bandaríkjunum
hefði þetta haft atvinnuleysi bílasmiða
í för með sér, en ekki í Svíþjóð. Ástæð-
an til þess, að engir urðu atvinnulaus-
ir í Svíþjóð, væri sú, að Svíar hefðu
næga vinnu handa öllum og einnig sú
staðreynd, að sænska þjóðfélagið gerir
sitt bezta til þess að auðvelda mönn-
um að breyta um starfssvið.
í vanþróuðum löndum gengur vél-
væðing eðlilega seint vegna þess að
þar er nóg af mjög ódýru vinnuafli,
svo framleiðendur finna ekki þörfina
fyrir vélvæðingu á sama hátt og tækni-
menntaðar þjóðir gera. Eigi að síður
getur allt vinnuafl verið nýtt í þessum
löndum, þannig að þar er ekki um at-
vinnuleysi að ræða. Vinna handa öll-
um er efnahagslegt viðfangsefni en
ekki tæknilegt.
Aukin vélvæðing gerir eftirfarandi