Heimili og skóli - 01.08.1962, Side 45
HEIMILI OG SKÓLI
97
Ahalfundur
Kennarafélags Eyjafjaráar
Aðalfundur Kennarafélags Eyja-
fjarðar var haldinn á Akureyri laugar-
daginn 15. sept. sl. Á fundinum voru
mættir um 50 kennarar. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa flutti Stefán
Jónsson, námsstjóri, erindi um aga í
skólum og móðurmálskennslu. Jónas
Pálsson, sálfræðingur, flutti erindi urn
sálfræðiþjónustu skólanna í Reykja-
vík. — Urðu um það mál talsverðar
umræður. Frk. Ingbjörg Stephensen
flutti erindi um máloalla barna. Starf-
O
ar hún á Akureyri þennan mánuð til
að hjálpa börnum, sem hafa einhveria
málgalla. Páll Aðalsteinsson, náms-
stjóri, ræddi um handavinnukennslu
drengja. — Þá skýrði frk. Júdit Jón-
björnsdóttir frá fréttum úr utanför, en
Minnzt var á þann möguleika, hvort
allar þessar framtíðaráætlanir, sem við
vorum að gera, væru ekki út í hött,
sökum þess að kjarnorkan myndi tor-
tíma öllum Evrópuþjóðum innan fárra
ára. Sú kenning var kveðin niður á
þeim forsendum, að ef menn tryðu á
slíka tortímingu, gætu menn eins vel
hætt öllum framtíðaráætlunum jafnt
í uppeldis- og fræðslumálum sem í at-
vinnumálum, en það myndu fæstir
vilja gera.
hún hafði á árinu heimsótt skóla í
Vesturheimi.
Eins og kunnugt er gefur Kennara-
félag Eyjafjarðar út tímaritið Heimili
og skóla, og er efni þess að allmiklu
leyti um skóla og uppeldismál. Stjórn
félagsins var endurkjörin, en hana
skipa: Hannes J. Magnússon, Eiríkur
Sigurðsson og Páll Gunnarsson.
Meðal ályktana frá fundinum var
þessi:
„Aðalfundur Kennarafélags Eyja-
fjarðar ítrekar óskir sínar frá síðasta
aðalfundi um sálfræðilega þjónustu í
skólum. Vill fundurinn benda á, að
nauðsyn slíkrar þjónustu fer vaxandi
með hverju ári og hlýtur að vera óað-
skiljanlegur hluti af hinni almennu
heilsuvernd, sem bæir og ríki halda
uppi í skólum landsins. Geðverndin
er einn hinn mikilvægasti þáttur slíkr-
ar heilsuverndar.“
KAUPENDUR!
Gjörið svo vel að útvega
ritimi nýja áskrifendur.