Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 6

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 6
6 LÆKNANEMINN svo hægt er að mæla magn hormónsins í blóði. Ennþá er þessi mæling byggð á mótefni gegn nautgripahormón- inu og því ekki mjög næm til að mæla hormónið í blóði manna, og þessvegna ekki nothæf við grein- ingu sjúkdóma. Á hinn bóginn hef- ir aðferðin verið mikið notuð við vísindarannsóknir. Secertion parathyroid hormóns. Parathyroid hormón stjórnar calcium magni blóðsins. Secretion hormónsins frá parathyroid kirtl- unum stendur aftur í öfugu hlut- falli við magn calcium jónanna í blóðinu (negative feedback). Þetta var endanlega sannað með tilraun, þar sem Ca++ var rennt inn í æð á kú. Calcium í blóðinu hækkaði, en magn PTH minnkaði. Síðan var rennt inn EDTA (etyl- endiamintetraacetate), en það bindur calcium jónana í blóðinu. Þá jókst koncentration parathyr- oid hormónsins. Sömu niðurstöð- ur hafa fengizt með hliðstæðum tilraunum, þar sem parathyroid kirtlarnir voru einangraðir. Sumar niðurstöður eldri rann- sókna voru túlkaðar svo, að fosfór í blóði hefði bein áhrif á secretion PTH. Með þessari aðferð hefir það verið afsannað. Hátt fosfór en normal calcimn eykur ekki secre- tion parathyroid hormóns. Verkun parathyroid hormóns. Eins og áður segir er aðal verkun PTH að jafna magn calci- um og fosfórs í blóði. Það gerir það fyrst og fremst með því að stjórna niðurbroti beina, þ. e. PTH eykur niðurbrot beina. Tiltölulega lítið er vitað um hvernig það ger- ist, jafnvel deilt um hvort horm- ónið verki á millifrumuefnið eða frumurnar. Það síðarnefnda er þó miklu líklegra. Tvær helztu kenn- ingarnar um verkun hormónsins eru: 1. Að það auki framleiðslu á líf- rænum sýrum (mjólkursýru og citronsýru) og á þann hátt auki koncentration H+, sem aftur eykur niðurbrot beina. 2. Að hormónið auki framleiðslu hvata, sem brjóti niður milli- frumuefnið. Parathyroid hormón hefir einn- ig áhrif á starfsemi nýrnanna, hvetur tubular reabsorption á calcium (sjá síðar) en eykur út- skilnað á fosfór. Á sínum tíma var deilt um hvort fyrsta (primer) verkun hormónsins væri að auka niðurbrot beina, eða auka útskiln- að fosfórs. Jafnvel kom fram kenning um tvö parathyroid hormón, eitt sem verkaði á bein og annað á nýrun. Ekki er lengur nokkur vafi á, að sama hormónið verkar á bæði líffærin. Flestir álíta að aukningin á fosfórút- skilnaðinum stafi af minnkaðri tubular reabsorption. Góðar heimildir eru fyrir því, að PTH auki tubular reabsorption á calcium og minnki þannig útskiln- að þess. Sé gefið PTH, og einnig í hyperparathyroidisma, eru áhrif þessi yfirskyggð af aukinni koncentration á calcium í blóði og þar af leiðandi aukinni golmerul- ar-filtration, sem eykst meira en reabsorptionin. Loka niðurstaða verður því aukinn calcium útskiln- aður í þvagi. Þriðja líffærið, sem PTH hefir áhrif á eru þarmarnir. Það eykur upptöku á calcium og fosfór, einkum í duodenum og efri hluta jejunum. Verkun parathyroid hormóns á bein og görn er hægt að stöðva með því að gefa actinomycin D. Það er antibiotica, sem stöðvar

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.