Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 6

Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 6
6 LÆKNANEMINN svo hægt er að mæla magn hormónsins í blóði. Ennþá er þessi mæling byggð á mótefni gegn nautgripahormón- inu og því ekki mjög næm til að mæla hormónið í blóði manna, og þessvegna ekki nothæf við grein- ingu sjúkdóma. Á hinn bóginn hef- ir aðferðin verið mikið notuð við vísindarannsóknir. Secertion parathyroid hormóns. Parathyroid hormón stjórnar calcium magni blóðsins. Secretion hormónsins frá parathyroid kirtl- unum stendur aftur í öfugu hlut- falli við magn calcium jónanna í blóðinu (negative feedback). Þetta var endanlega sannað með tilraun, þar sem Ca++ var rennt inn í æð á kú. Calcium í blóðinu hækkaði, en magn PTH minnkaði. Síðan var rennt inn EDTA (etyl- endiamintetraacetate), en það bindur calcium jónana í blóðinu. Þá jókst koncentration parathyr- oid hormónsins. Sömu niðurstöð- ur hafa fengizt með hliðstæðum tilraunum, þar sem parathyroid kirtlarnir voru einangraðir. Sumar niðurstöður eldri rann- sókna voru túlkaðar svo, að fosfór í blóði hefði bein áhrif á secretion PTH. Með þessari aðferð hefir það verið afsannað. Hátt fosfór en normal calcimn eykur ekki secre- tion parathyroid hormóns. Verkun parathyroid hormóns. Eins og áður segir er aðal verkun PTH að jafna magn calci- um og fosfórs í blóði. Það gerir það fyrst og fremst með því að stjórna niðurbroti beina, þ. e. PTH eykur niðurbrot beina. Tiltölulega lítið er vitað um hvernig það ger- ist, jafnvel deilt um hvort horm- ónið verki á millifrumuefnið eða frumurnar. Það síðarnefnda er þó miklu líklegra. Tvær helztu kenn- ingarnar um verkun hormónsins eru: 1. Að það auki framleiðslu á líf- rænum sýrum (mjólkursýru og citronsýru) og á þann hátt auki koncentration H+, sem aftur eykur niðurbrot beina. 2. Að hormónið auki framleiðslu hvata, sem brjóti niður milli- frumuefnið. Parathyroid hormón hefir einn- ig áhrif á starfsemi nýrnanna, hvetur tubular reabsorption á calcium (sjá síðar) en eykur út- skilnað á fosfór. Á sínum tíma var deilt um hvort fyrsta (primer) verkun hormónsins væri að auka niðurbrot beina, eða auka útskiln- að fosfórs. Jafnvel kom fram kenning um tvö parathyroid hormón, eitt sem verkaði á bein og annað á nýrun. Ekki er lengur nokkur vafi á, að sama hormónið verkar á bæði líffærin. Flestir álíta að aukningin á fosfórút- skilnaðinum stafi af minnkaðri tubular reabsorption. Góðar heimildir eru fyrir því, að PTH auki tubular reabsorption á calcium og minnki þannig útskiln- að þess. Sé gefið PTH, og einnig í hyperparathyroidisma, eru áhrif þessi yfirskyggð af aukinni koncentration á calcium í blóði og þar af leiðandi aukinni golmerul- ar-filtration, sem eykst meira en reabsorptionin. Loka niðurstaða verður því aukinn calcium útskiln- aður í þvagi. Þriðja líffærið, sem PTH hefir áhrif á eru þarmarnir. Það eykur upptöku á calcium og fosfór, einkum í duodenum og efri hluta jejunum. Verkun parathyroid hormóns á bein og görn er hægt að stöðva með því að gefa actinomycin D. Það er antibiotica, sem stöðvar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.