Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 7

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 7
LÆKNANEMINN 7 nýmyndun messenger RNA (en það á þátt í að stjórna nýmyndun proteina). Þegar gefið er PTH líða nokkrar klukkustundir áður en áhrif þess á bein og görn koma í ljós. Bæði þessi atriði styrkja þá skoðun, að parathyroid hormón auki framleiðslu hvata, sem flýta þeim efnabreytingum, sem valda niðurbroti beina og upptöku calcium og fosfórs frá þörmunum. Áhrifin á nýrun virð- ast vera annars eðlis, því að þau sjást fljótt og verða ekki stöðvuð með actinomycin D. Thyrocálcitonin. Á árunum kringum 1960 var hópur manna við University of British Columbia í Canada, undir stjórn prófessors H. Copp, að vinna að rannsóknum á calcium og fosfórefnaskiptum líkamans. M. a. voru þeir að prófa sum atriði í kenningunni um homeostasis á calcium. Sumar tilraunirnar gáfu ,,rangar“ niðurstöður, þ. e. nið- urstöður, sem ekki féllu inn í kenninguna. Þessar niðurstöður voru fyrst lagðar á hilluna af því að „eitthvað hlaut að hafa verið rangt við tilraunirnar.“ Þegar endurteknar tilraunir, gerðar all löngu seinna, gáfu sömu niður- stöður, fóru Copp og félagar að trúa þeim. En eina skýringin var, að gera ráð fyrir að til væri hormón, sem lækkaði calcium í blóði. Á þeirri forsendu birtu þeir niðurstöður sínar og stungu upp á að kalla þetta nýja hormón calci- tonin. Síðar, að mestu leyti fyrir misskilning, var farið að kalla það thyrocalcitonin og er það nafn nú meira notað. Thyrocalcitonin hefur ekki verið þekkt nema í 5—6 ár, svo að eðli- legt er, að rannsóknir á því séu miklu styttra á veg komnar en rannsóknir á parathyroid hormóni. Það var fyrst á þessu ári, sem tókst að framleiða það hreint, og þá aðeins í mjög litlu magni. Enn eru aðferðir við framleiðsluna fá- um kunnar og vinnsla mun flókn- ari heldur en aðferðir við vinnslu parathyroid hormóns. Thyrocalcitonin er, eins og PTH, polypeptid, líklega bein keðja. Mólekúlþungi er sennilega um það bil 4000. Secretion Thyrocálcitonins. Thyrocalcitonin kemur frá sér- stökum frumum í skjaldkirtlinum. Frumurnar liggja á milli follciuli og hafa því verið kallaðar para- folliculer frumur. Annars hafa þær verið nefndar ýmsum nöfnum, m. a. C-frumur. Sýnt hefir verið fram á, að TCT kemur frá þessum frumum, með því að framleiða mótefni gegn TCT (mótefni A). Síðan er framleitt mótefni gegn mótefni A (mótefni B). Á það er bundið efni sem fluoriserar í u. v. ljósi. Því næst er tekin sneið af skjaldkirtli og mótefni A látið verka á hana og binzt þá á TCT. Síðan er mótefni B látið verka á sneiðina og binzt á A. Þegar sneiðin er skoðuð í u. v. ljósi sézt að C-frumurnar binda mótefnin (þ. e. innihalda TCT) en aðrar frumur ekki. Enn hefir ekki tekizt að fram- leiða nægilega sterkt mótefni gegn TCT, svo að hægt sé að gera radioimmunoassay og mæla það í blóði. En óbein sönnun fyrir auk- ini secretion á TCT í hyper- calcæmi fæst með að renna blóði með háu calcium inn í skjaldkirt- ilinn (local hypercalcæmi). Við það lækkar calcium í blóðinu (general hypocalcæmi).

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.