Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 7

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 7
LÆKNANEMINN 7 nýmyndun messenger RNA (en það á þátt í að stjórna nýmyndun proteina). Þegar gefið er PTH líða nokkrar klukkustundir áður en áhrif þess á bein og görn koma í ljós. Bæði þessi atriði styrkja þá skoðun, að parathyroid hormón auki framleiðslu hvata, sem flýta þeim efnabreytingum, sem valda niðurbroti beina og upptöku calcium og fosfórs frá þörmunum. Áhrifin á nýrun virð- ast vera annars eðlis, því að þau sjást fljótt og verða ekki stöðvuð með actinomycin D. Thyrocálcitonin. Á árunum kringum 1960 var hópur manna við University of British Columbia í Canada, undir stjórn prófessors H. Copp, að vinna að rannsóknum á calcium og fosfórefnaskiptum líkamans. M. a. voru þeir að prófa sum atriði í kenningunni um homeostasis á calcium. Sumar tilraunirnar gáfu ,,rangar“ niðurstöður, þ. e. nið- urstöður, sem ekki féllu inn í kenninguna. Þessar niðurstöður voru fyrst lagðar á hilluna af því að „eitthvað hlaut að hafa verið rangt við tilraunirnar.“ Þegar endurteknar tilraunir, gerðar all löngu seinna, gáfu sömu niður- stöður, fóru Copp og félagar að trúa þeim. En eina skýringin var, að gera ráð fyrir að til væri hormón, sem lækkaði calcium í blóði. Á þeirri forsendu birtu þeir niðurstöður sínar og stungu upp á að kalla þetta nýja hormón calci- tonin. Síðar, að mestu leyti fyrir misskilning, var farið að kalla það thyrocalcitonin og er það nafn nú meira notað. Thyrocalcitonin hefur ekki verið þekkt nema í 5—6 ár, svo að eðli- legt er, að rannsóknir á því séu miklu styttra á veg komnar en rannsóknir á parathyroid hormóni. Það var fyrst á þessu ári, sem tókst að framleiða það hreint, og þá aðeins í mjög litlu magni. Enn eru aðferðir við framleiðsluna fá- um kunnar og vinnsla mun flókn- ari heldur en aðferðir við vinnslu parathyroid hormóns. Thyrocalcitonin er, eins og PTH, polypeptid, líklega bein keðja. Mólekúlþungi er sennilega um það bil 4000. Secretion Thyrocálcitonins. Thyrocalcitonin kemur frá sér- stökum frumum í skjaldkirtlinum. Frumurnar liggja á milli follciuli og hafa því verið kallaðar para- folliculer frumur. Annars hafa þær verið nefndar ýmsum nöfnum, m. a. C-frumur. Sýnt hefir verið fram á, að TCT kemur frá þessum frumum, með því að framleiða mótefni gegn TCT (mótefni A). Síðan er framleitt mótefni gegn mótefni A (mótefni B). Á það er bundið efni sem fluoriserar í u. v. ljósi. Því næst er tekin sneið af skjaldkirtli og mótefni A látið verka á hana og binzt þá á TCT. Síðan er mótefni B látið verka á sneiðina og binzt á A. Þegar sneiðin er skoðuð í u. v. ljósi sézt að C-frumurnar binda mótefnin (þ. e. innihalda TCT) en aðrar frumur ekki. Enn hefir ekki tekizt að fram- leiða nægilega sterkt mótefni gegn TCT, svo að hægt sé að gera radioimmunoassay og mæla það í blóði. En óbein sönnun fyrir auk- ini secretion á TCT í hyper- calcæmi fæst með að renna blóði með háu calcium inn í skjaldkirt- ilinn (local hypercalcæmi). Við það lækkar calcium í blóðinu (general hypocalcæmi).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.