Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 8

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 8
8 LÆKNANEMINN Verkun thyrocalcitonins. Thyrocalcitonin lækkar calcium og fosfór í blóði með því að stöðva niðurbrot beina. Þetta hef- ir verið sannað með allflóknum tilraunum á lifandi dýrum, sem gefið hefir verið geislavirkt calcium. Einnig má sýna fram á þetta með því að rækta bein í ,,tilraunaglasi“. Ef PTH er bætt í ræktunarvökvann eykst niður- brot beinsins. Ef jafnframt er bætt TCT í ræktunarvökvann, stöðvast niðurbrot beinsins. Ef A- vítamani er bætt í glasið eykst niðurbrot beinsins. Thyrocalciton- in stöðvar einnig verkun þess. Verkun TCT er því ekki ein- göngu sú að stöðva verkun PTH. Það hefir fulla verkun í dýrum, sem parathyroid kirtlarnir hafa verið teknir úr, svo framarleva sem calcium í blóðinu er haldið eðlilegu með réttu fæði. Aftur á móti er verkunin lítil eða engin ef calcium er miög lágt. Athug- anir á verkun thyrocalcitonins á nvru hafa gefið tvíræðar niður- stöður. Sumir rannsakendur hafa ekki fundið nein áhrif, aðrir hafa fundið að thvrocalcitonin eykur útskilnað fosfórs, þ. e. TCT hefir þar svipuð áhrif og PTH. Þó geta þessi hormón ekki aukið verkun hvors annars. Ef gefið er TCT eykst útskilnaður á fosfór. Sama gerist ef gefið er PTH, en er bæði efnin eru gefin samtímis, fæst að- eins verkun sem svarar til áhrifa annars þeirra. Ekki hefir tekizt að hafa áhrif á calcium upptöku frá þörmunum með thyrocalcitonin. Actinomycin D stöðvar ekki verk- un TCT. Lokaorð. 1 þessu yfirliti hefir verið stikl- að á stóru og sagt lauslega frá ýmsum tilraunum, sem hafa leitt í Ijós verkanir hormónanna. I stuttu máli: PTH eykur niðurbrot beina, hækkar calcium og lækkar fosfór í blóði, eykur útskilnað á fosfór í nýrum og upptöku calci- um frá nýrum og þörmum. TCT stöðvar niðurbrot beina, stöðvar verkun PTH á bein, lækk- ar calcium og fosfór í blóði og eykur líklega fosfórútskilnað nýrnanna. Parathyroid hormón hefir nauðsynlegu hlutverki að gegna í líkamanum. Færa má sterkar líkur fyrir því að thyro- calcitonin sé einnig mikilvægt hormón, þótt ekki sé það enn sann- að.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.