Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 9

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 9
LÆKNANEMINN 9 Ólafur Björnsson, héraðslæknir: Ræða flutt á árshátíð F. L. 1967 1 fornum fræðum segir frá gullhringnum Draupni. Hann var þeirr- ar náttúru, að níundu hverja nótt drupu af honum átta gullhringar jafnhöfgir. En honum fylgdu einnig þau álög, að hann yrði höfuðbani þess, er hann ætti. Þessi goðsögn gæti verið dæmisaga um frjóa hugsun vísindanna, máttugasta tæki mannsandans til að gera veröldina sér undirgefna. Þó er hugsunin ólíkt máttugri í eðli en hringurinn var, því að ávöxtur hennar, þekking og tækni, ber frjósemi hennar í sér. Samlíkingin hefði farið nær sanni, ef hver gullhringur, sem frá Draupni var kom- inn, hefði æxlazt með sama hætti og svo koll af kolli. En hugsunin er því aðeins frjó, að hún sé frjáls, óheft af for- dómum, óbundin af hverskonar kennisetningum og forskriftum öðrum en reglum rökréttrar hugsunar, frjáls í leit sinni að sannindum, sem reynslan metur gild. Hún er þá í raun réttri ósiðbundin, því að hún sér ekki fyrir, hvort það, sem hún leiðir fram, verður til gagns eða ógagns, ills eða góðs. Hún getur líkt og hringurinn kallað bölvun yfir þá, sem ekki bera gæfu til að nýta hana sér til heilla. Hún leggur mönnum í hendur þekkingu og vald. Hitt er svo annað mál, hvernig þeir beita því valdi. Eitt er að leysa kjarnorkuna úr læðingi, annað að nota hana til tortímingar. Á vettvangi læknisfræðinnar hefir vísindaleg hugsun verið kvödd til að þjóna hugsjón mannúðar og almennrar heilbrigði, hugsjón, sem krefst ábyrgðarvitundar og siðavendni. Læknisfræðin hefir kjörið sér þann hlut, að leita þeirra lögmála, sem ráða andlegu og líkamlegu velferli manna, og starfa fyrir samfélagið í samræmi við þau. Það er víðkunn staðreynd, að á þessum vettvangi hefir ferill framfaranna í þekkingu og tækni nánast verið logariþmiskur. Af ört vaxandi þekkingu hefir leitt ört vaxandi verkaskiptingu og sérhæfingu í læknastétt. Jafnframt hafa mörkin skýrzt milli verka- hringa rannsóknarmanna og lækna. Ekki er ýkjalangt síðan að einn maður gat með mikilsverðum árangri lagt stund á flestar greinar nátt- úruvísinda. Þá var læknisfræðin enn það skammt á veg komin, að ekki þótti annálsvert, þótt læknir iðkaði t.a.m. undirstöðurannsóknir í jarðfræði samhliða lækningum. Nú þrengjast óðum þau verksvið, sem hverjum einstökum í læknastétt er fært að sinna til nokkurrar hlítar. Þessi verksvið greinast á ýmsa vegu eftir sjúkdómum, eftir líffærum, eftir lækningaaðferðum og eftir aldursflokkum sjúkhnga. Og greining- in heldur stöðugt áfram. Af skiptingunni í handlækningar og lyflækn- ingar, sem tíðkazt hefir til þessa, er senn lítið eftir í reynd, nema nöfnin ein. Á hinn bóginn virðist ein gömul grein hafa verið sett hjá,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.