Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Side 11

Læknaneminn - 01.07.1967, Side 11
LÆKNANEMINN 11 greind, aðgætni, ráðfimi og einbeitni, yfirleitt allt sem aflar þeim trausts og trúnaðar sjúklinganna, því að þar liggur í sannleika mikið við. Þær kröfur, sem Hippokrates gerði til lækna, eru enn í gildi. Nú kynni margur að segja, að dagar almennra lækna hljóti senn að vera taldir, þegar af þeirri ástæðu, að þróunin í þekkingu og tækni geri almenna læknisfræði fyrr en varir svo umfangsmikla, að ekki verði á færi einstakra lækna að kunna skil á henni að nokkru gagni. En þessu er í rauninni annan veg farið. Sú fjölþætta þekking, sem aflast, tekur fyrst og fremst til þrengri verksviða læknisfræðinnar. Fyrir almenna lækna er engan veginn ,,sáluhjálparatriði“ að troða í sig sem mestu af faglegum fróðleik. Hitt mundi meira vert að tileinka sér vísindaleg vinnubrögð við athuganir og ályktanir. Að baki framvarðalínu hinna almennu lækna starfa hinir sérhæfðu læknar. Verksvið þeirra er tiltölulega þröngt og getur orðið nokkuð einskorðað við ,,routine“-störf. Þessir læknar gegna hlutverki sem líkja mætti við hina meiri háttar stækkun smásjárinnar. Menntun þeirra og þjálfun miða að því að leysa sérhæfð verkefni svo örugglega, sem framast er kostur. Vaxandi sérhæfing vegna vaxandi þekkingar og tækni er því áberandi í röðum þeirra. Yfirleitt er starf þeirra tak- markað við tilvísanapraxis eða tengt sjúkrahúsum og rannsóknarstofn- unum, enda má ætla, að með því móti nýtist það bezt. Kemur þá í hlut almennra lækna að draga í dilka, ef svo má að orði kveða, og vísa til sérhæfðra lækna þeim sjúklingum, sem þarfnast hjálpar þeirra, allt eftir verkahring hvers og eins. Auðsjáanlega skiptir miklu, að sam- vinna þessara aðilja sé vel skipulögð, lipur og markvís. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt, að hvorki skorti sérhæfða lækna né almenna, að þessir tveir starfshópar auðsýni hvor öðrum traust og samstarfsvilja, og að þeir séu sínum vanda vaxnir, hvor um sig. Með sanni má segja, að vegur almennra lækna hér á landi hafi til skamms tíma verið allmikill, ekki sízt til sveita, þar sem þeir urðu iðulega að ráðast í erfiðar aðgerðir við harla óhægar aðstæður. Al- menningur mat að verðleikum áhuga, áræði og fórnfýsi og af sumum læknum fóru þjóðsögur. Nú bregður svo við, að vegur þeirra gerist æ minni, og þeim fækkar óðum, sem finna hjá sér köllun til að leggja fyrir sig almennar lækningar. Sennilega ber margt til þess. Trúlega hefir spítalaþjálfun læknaefna ráðið nokkru, fjárhagssjónarmið miklu, en sú staðreynd, að þessir læknar hafa sett ofan í augum almennings og í augum sérhæfðra stéttarbræðra sinna, ræður ef til vill mestu. Ekki er heldur öldungis fyrir það að synja, að almennir læknar eigi sjálfir nokkra sök á, hversu komið er. Að vísu er svipuð framvinda í þessum efnum vel þekkt með öðrum þjóðum. En hvað sem því líður, þá er vissulega tímabært, að íslenzk læknastétt — og ekki sízt ís- lenzkir læknastúdentar — geri sér glögga grein fyrir, hvert þetta stefnir. Víst er hætta á ferðum, ef þýðingarmikill hluti læknastétt- arinnar á að forpokast og jafnvel vera úr sögunni áður en langt líður. Erlendis hafa málsmetandi menn í læknastétt bent á, hversu ískyggi- lega bilið breikkar milli almennra lækna og rannsóknarmanna til tjóns fyrir læknastéttina í heild, þá þjónustu, sem hún á að veita, og þá sjúklinga, sem þurfa hennar við. Óneitanlega eru gerðar aðrar kröfur

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.