Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 12

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 12
12 LÆKNANEMINN til rannsóknarmanna en almennra lækna um sérþekkingu og þjálfun, en að því er tekur til athugunar, hugkvæmni og dómgreindar mega almennir læknar helzt ekki vera neinir eftirbátar. Þeirra ábyrgð er í raun og veru ekki minni, þótt störfum þeirra sé annan veg farið. Efalaust hefir prófessor Hill mikið til síns máls, þar sem hann segir: „There is no basis in fact for division of our profession into an intelli- gentsia of investigators and a peasantry of practitioners." Sé þessi samjöfnuður réttmætur gagnvart þeim, sem kanna nýjar leiðir, stunda eiginlegar vísindarannsóknir (research), hvort mundi hann þá ekki réttmætur gagnvart sérfræðingum, sem fara troðnar slóðir og sinna að mestu vanaverkum (routine), t.a.m. við sjúkdómagreiningar, og er það vitaskuld sízt sagt þeim til hnjóðs eða móðs. Haldi svo fram, sem nú horfir, verður þess ekki ýkjalangt að bíða, að gera þurfi róttækar ráðstafanir til að bæta úr tilfinnanlegri fæð, ef ekki algerum skorti, almennra lækna, ráðstafanir, sem tryggi, að til almennra lækninga veljist menn, sem hafa hæfni og dug til að hefja starfið til nýs vegar svo sem því ber. Flestir munu vera á einu máli, að þrennt sé nauðsynlegt: 1. að breyta skipulagi læknisþjónustu almennt, 2. að breyta viðhorfum lækna til starfsins og þá fyrst og fremst til almennra lækninga, 3. að breyta undirbúningsmenntun. Frá öndverðu hafa almennir læknar stundað starf sitt hver í sínu lagi. Um samstarf hefir naumast verið að ræða að neinu marki, hvorki í þéttbýli né strjálbýli. Nú er þetta að breytast, einnig hér á landi. Tilfinnanlegur skortur héraðslækna hefir orðið til þess, að svokallað hópstarf og læknamiðstöðvar hafa komizt á dagskrá. Vera má, að þar sé að verulegu leyti lausn á helztu vandkvæðum héraðslæknisstarfsins: einangrun, bindandi gegningarskyldu og ódeildri ábyrgð. Þessi sam- starfshugmynd á raunar ekki aðeins erindi við strjálbýlið; hún á einnig erindi við þéttbýlið, þótt þar beri að nokkru leyti annað til. Sennilega yrðu hóparnir fáskipaðir í strjálbýli, en fjölskipaðir í þétt- býli, þar sem skilyrði eru fyrir viðtækara samstarfi og meiri verka- skiptingu. Því er ekki að leyna, að samvinna almennra lækna og sjúkrahús- lækna hefir verið mjög einhliða, hér á landi sem annarsstaðar. Yfir- leitt hafa almennir læknar lítil eða engin afskipti af sjúklingum sínum eftir að þeir eru komnir inn á sjúkrahús. Og þó að algengt sé, að þeir ráðfæri sig við sjúkrahúslækna, mun hitt öllu sjaldgæfara, að sjúkrahúslæknar ráðfæri sig við þá eða reyni að færa sér í nyt þá vitneskju, sem aðeins verður sótt til heimilislæknis. Ekkert er senni- legra, en að vaxandi kunnátta og tækni útheimti ört vaxandi starfs- greiningu og sérhæfingu innan sjúkrahúsa. Af því leiðir væntanlega, að þörf verður fyrir almenna lækna til að fylgjast með sjúklingum, sem þar eru vistaðir, að sínu leyti líkt og heimilislæknar fylgjast nú með sjúklingum, sem þeir vísa til sérfræðinga. Almennt mun viður- kennt, að heildarsamhæfing almennrar læknisþjónustu og sjúkrahús- þjónustu sé óhjákvæmileg. Hins vegar verður að svo komnu varla staðhæft, hvemig slíkri heildarsamhæfingu yrði bezt hagað, hvert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.