Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 13
LÆKNANEMINN
13
verksvið almennra lækna ætti að vera innan sjúkrahúsanna, þar eð
enn er eftir að rannsaka það nánar.
Sjálfsgt má deila um framtíðarskipulag læknisþjónustu, bæði inn-
an sjúkrahúsa og utan þeirra. Um hitt verður tæpast deilt, að hlutur
almennra lækna verður að breytast, og til þess duga ekki lög né
reglugerðir einvörðungu. Mikið veltur á viðhorfi læknanna sjálfra ■—
og læknaefna.
Fram til þessa hefir nám undir embættispróf í læknisfræði miðað
að þekkingu á almennum undirstöðuatriðum, en þjálfun verið bundin
við sjúkrahús og rannsóknarstofnanir. Stúdentar hafa vanizt samstarfi
sérmenntaðra manna, vanizt að líta á það sem sjálfsagðan hlut. Þeir
verða því síður undir það búnir að taka sjálfir viðurhlutamiklar ákvarð-
anir, sem tíðum koma í hlut almennra lækna. Efalaust á þetta drjúgan
þátt í því, að flestir líta á embættisprófið nánast sem áfanga á náms-
ferlinum, og framhaldsnám sem imdirbúning að hinu eiginlega fram-
tíðarstarfi. Fyrir sjónum almennings og jafnvel margra lækna virðast
þeir, sem láta staðar numið við embættispróf, tæpast hafa unnið sér
fullt hlutgengi til almennra lækninga til jafns við þá, sem stundað
hafa framhaldsnám, þótt í sérgrein sé. Vissulega kemur það fyrir,
að læknar snúi sér að heimihslækningum að loknu sérnámi, en tæp-
lega getur það talizt eðlileg leið, nema sérstaklega standi á. Sérfræð-
ingur hlýtur að takmarka þjálfun sína og reynslu við kjörsvið sitt
sem mest hann má. Ekki veit ég, hvort þessir læknar njóta sérstaks
fyrirframtrausts til almennra lækninga, þegar þeir hafa fallið frá
sérgrein sinni. Þó á ég síður von á því. Allt ber að einum brunni um
það, að almennar lækningar þyki ekki eftirsóknarvert starf, og að þeim
fækki óðum, sem vilja leggja það fyrir sig.
Ef til vill eru þó breytingar á næsta leiti. Smám saman er að
glæðast skilningur á nauðsyn þess að gera almennar lækningar að
viðurkenndri sérgrein. Tilkoma fræðigreina eins og atferlisfræði og
epidemiologi, vaxandi áhugi fyrir rannsóknum á viðfangsefnum al-
mennra lækninga og síauknar heilsuvarnir, allt rennir þetta stoðum
undir slíka sérgrein, sem yrði þá haslaður völlur samhliða heilbrigðis-
fræðinni („public health“). Fyrir þá, sem vildu snúa sér að þessari
grein, yrði tilhögun þjálfunar og jafnvel náms væntanlega samræmd
sérstökum þörfum. Þjálfun yrði að nokkru leyti eftir sem áður á
sjúkrahúsum og rannsóknarstofnunum, en að verulegu leyti bundin
við framvarðalínuna, sem ég kalla svo, þ.e.a.s. þá aðilja, sem fyrst
taka við sjúklingunum. Þar ættu stúdentar þess kost að kynnast vanda-
málum í samskiptum læknis og sjúklings, læknis og heimilis, læknis
og samfélags — kynnast þeim vanda, að taka ábyrgar ákvarðanir við
margvíslegar aðstæður. Úti í héruðum gæfist þeim sérstaklega kost-
ur á að kynnast epidemiologiskum vandamálum.
Á síðari árum hefir nokkuð verið rætt um breytt viðhorf í læknis-
fræði vegna vaxandi sérhæfingar. Sú spurning vaknar, hvort kröfu-
hörð sérþekking sé ekki á góðri leið með að marka þeim, sem helga
sig henni, ískyggilega þröngan sjóndeildarhring, hvort hún leiði ekki
m.a. til ofmats á hinu tæknilega, en vanmats á hinu mannlega. f því
er fólgin hætta bæði fyrir lækna og sjúklinga. Fram undir þetta hefir