Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 17
LÆKNANEMINN n Halldór Þormar, dr. phil.: Veirur, gerð þeirra og eiginleikar Á síðari hluta 19. aldar urðu miklar framfarir í sýklarannsókn- um. Þá tókst að sýna fram á, að ýmsir algengir sjúkdómar í dýr- um og mönnum orsökuðust af ákveðnum tegundum baktería. Aðferðir voru fundnar til þess að hreinrækta bakteríutegundir í ýmisskonar uppleystu æti. Þær voru rannsakaðar í smásiá og að- greindar með nýjum litunarað- ferðum. Fljótlega kom þó í ljós, að aðferðir þessar voru ekki ein- hlítar til rannsókna á öllum sýklum. Pasteur tókst ekki að rækta sýkla þá, sem valda hunda- æði, í neinu þekktu bateríuæti. Ivanowski gerði þá athugun árið 1892, að sýklar, sem valda tigla- sýki tóbaksplöntunnar, fóru auð- veldlega í gegnum bakteríuþéttar síur. Beijerinck staðfesti þessa athugun árið 1897, og dró þá ályktun, að sýklar þessir væru miklu smágerðari en bakteríur og gekk jafnvel svo langt að álíta, að hér væri um að ræða smitandi líf- vökva (contagium vivum fluidum). Löffler osr Frosch sýndu fram á það árið 1898, að sýklar, sem valda gin- og klaufaveiki í nautgripum, haga sér á sama hátt, og enn fremur, að þeim fjölgar mjög í líkama sýktra dýra, en hins vegar ekki í neinu þekktu bakteríuæti. Walter Reed sýndi fram á það ár- ið 1901, að gulusóttarsýklar voru af sama tæi. Smám saman kom í Ijós, að sýklar margra algengra smitsjúkdóma í mönnum, dýrum og plöntum voru í hópi hinna smá- gerðu sýkla, sem brátt var gefið nafnið vírus eða veirur. Fátt var vitað um eðli og gerð veira á þess- um fyrstu árum annað en það, að þær fóru í gegnum fíngerðustu bakteríusíur og sáust ekki í beztu smásjám, sem þá voru til. Hlutu þær bví að vera örsmáar. Þær uxu ekki í unnleystu svkla- æti heldur einvöngu í lifandi frumum, sem sýktust og dóu af völdum beirra. Árið 1935 tókst Stanlev að svna fram á, eftir umfanvsmiklar rann- sóknir, að tivlasýkiveiran var að langmestu leyti gerð af eggja- hvítuefnum, en að nokkru levti af kjarnasýru. Þar með hófst mikið framfaratímabil í veirurannsókn- um. Við tilkomu nvrrar tækni á ýmsum sviðum onnuðust nviar leiðir til margs konar rannsókna á eiginleikum og gerð veira. Má þar til dæmis nefna vefiagróður- tæknina, sem hefur valdið ger- bvltingu í öllum rannsóknum á dýraveirum, og rafeindasiána. sem hefur ekki einuneis gert veirur sýnilegar heldur einnig bær sam- eindir, sem þær eru gerðar af. Ennfremur má nefna nviungar í lífefnafræðilegum rannsóknarað- ferðum, svo sem notkun geisla- virkra efna o. s. frv. Rannsóknir þessar hafa stórlega aukið bekk- ingu manna á efnasamsetninvu veira og innri gerð og á líffræði- legum eiginleikum heirra og sam- skintum við hýsilfrumur. Þessi þekking hefur síðan stuðlað að auknum skilningi á hegðun veira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.