Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 18

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 18
18 LÆKNANEMINN í líkama sjúkra dýra og plantna og auðveldað rannsóknir á veiru- sjúkdómum. I því, sem hér fer á eftir, mun gerð og eiginleikum veira lýst í stórum dráttum. Verður eingöngu f jallað um dýraveirur, en það skal tekið fram, að enginn grundvall- armunur er á dýra- og plöntuveir- um. Þess er ekki kostur að gefa ýtarlega lýsingu á veirum og hegðun þeirra í þessu stutta yfir- liti. Því er öllu fremur ætlað að vera hvatning til frekari lesturs fræðilegra bóka og vísindagreina um þetta efni. Gerð veiruagna. Veirur eru einkum gerðar af tvenns konar efnum, kjarnasýru og eggiahvítuefnum. Hver veiru- tegund hefur annað hvort ríbónu- kleinsýra fRNA) eða deoxírí- bónúkleinsýru fDNA), en aldrei hvorttveggja. Til dæmis er RNA í veiruögnum mænusóttarveirunnar, en DNA í herpes veiruögnum. Kiarnasýruþráðunum er komið fyrir nálægt miðju veiruagnarinn- ar, og eru þeir umluktir af og stundum í efnasamböndum við eggiahvítuefnin. Eggjahvítusam- eindunum er raðað saman á mjög reglubundinn hátt umhverfis kiarnasýruna, en með ýmsu móti eftir bví, hver veirutegundin er. í mörgum veirum mynda eggja- hvítusameindirnar reglulega margflötunga (cubic symmetry). I öðrum vefiast þær á reglubund- inn hátt utan um kiarnasýrubráð- inn líkt og gormar (helical symmetrv). Eggiahvítuhylkið, sem umlykur kjarnasýru veiru- aenirnar, kallast capsid (úr grísku capsa, sem þýðir kassi) og hylkið með kjarnasvrunni í kall- ast nucleocapsid. Margar veiru- agnir eru eingöngu gerðar af kjarnasýru og eggjahvítuhylki, nucleocapsid þeirra er nakið. Dæmi um slíkar veirur eru mænu- sóttarveirur og aðrar enteroveir- ur, sem eru nálægt 25 ni/i í þver- mál. Þessar veirur eru reglulegir margflötungar að lögun og hlað- ast auðveldlega saman í krystalla, til dæmis inni í frymi eða kjarna hýsilfrumnanna. Aðrar tegundir veira eru þannig gerðar, að kjarnasýran og eggjahvítuhylkið þ. e. a. s. nucleocapsid þeirra, eru umlukt belg eða hjúpi (envelope), sem er í rauninni ummyndað frumuhýði hýsilfrumunnar. Hjúpur þessi er gerður af fituefnum, auk eggjahvítuefna. Þær veiruagnir, sem eru þaktar slíkum hjúpi, og sem við getum nefnt hjúpveirur, eru venjulega mjög misstórar og óreglulegar að lögun, þótt oftast séu þær nokkurn veginn kúlulaga. Slíkar veiruagnir mynda því ekki krystalla heldur óreglulegar hrúg- ur, þar sem magn (koncentration) þeirra er mikið. Dæmi um hjúp- veirur eru herpes- og inflúenzu- veirur. Nucleocapsid herpesveira er reglulegur margflötungur. og er hann bakinn h júpi 120—180 m/i í bvermál. Nucleocapsid inflúenzu- veira er hins vegar gormlaga og er bakið hjúpi, sem er 80—120 m,u. í þvermál. Fullmynduð veiruögn (virion) getur þannig verið með þrennu móti, að minnsta kosti. Nucleocap- sid hennar er annað hvort byggt upp sem margflötungur eða gorm- ur, og margflötungurinn er annað hvort nakinn eða hjúpaður. Allar gormlaga dýraveirur, sem bekkt- ar eru, eru hiúpveirur. en til eru naktar, gormlaga plöntuveirur. Flestar þekktar dýraveirur eru í einhverjum hinna þriggja hópa, sem að framan er lýst (sjá 1. mynd). Aðrar, meðal annars
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.