Læknaneminn - 01.07.1967, Side 21
LÆKNANEMINN
ei
kjarnasýruna utan hýsilfrum-
unnar.
3. Veiruögnum fjölgar ekki með
skiptingu.
4. Veirur hafa ekki eigin efna-
skipti til orkuframleiðslu og
f jölgun þeirra er því háð orku-
ríkum efnasamböadnum hýsil-
frumunnar.
5. Veirur hafa ekki eigin ríbósóm
til framleiðslu eggjahvítuefna
og verða því að notast við
ríbósóm hýsilfrumunnar. Að
öllu þessu leyti eru veirur frá-
brugðnar öðrum smáverum,
sem margar hverjar eru þó á
stærð við veirur, eins og til
dæmis ýmsar tegundir af
Mycoplasma (pleuropneu-
monialike-organisms, PPLO).
Allar þessar smáverur, að með-
töldum Rickettsíum og Psitta-
cosis sýklum, hafa tvær tegundir
kjarnasýru, bæði DNA og RNA,
ríbósóm til eigin eggjahvítufram-
leiðslu, og efnaskipti til orku-
framleiðslu, að minnsta kosti að
einhverju leyti. Þeim fjölgar með
skiptingu (binary fission) og
skiptast allir hlutar móðurfrum-
unnar milli dótturfrumnanna, en
ekki einungis genin eða kjarna-
sýran. Það er því engin eklipse
fasi í lífsrás þeirra. Þær eru alltaf
til staðar í heilu iagi sem einstakl-
ingar, jafnt utan hýsilfrumunnar
sem inni í frymi hennar eða
kjarna, en leysast ekki í sundur
eins og veirurnar. f þessu er í
rauninni fólginn aðalmunurinn á
veirum og öðrum sýklum (sjá 2.
mynd).
Vegna þess, að veirurnar hafa
sáralítil eigin efnaskipti og styðj-
ast að langmestu leyti við efna-
skipti hýsilfrumnanna, hefur
reynzt erfitt að finna lyf, sem
hefta fjölgun þeirra. Öðru máli
gegnir um PPLO, Rickettsíur og
Psittacosis sýkla. Þótt hinir síð-
astnefndu séu algjörir frumu-
sníklar og fjölgi því ekki, fremur
en veirum, utan lifandi hýsil-
frumna, hafa þeir þó sjálfstæð
efnaskipti, sem ekki eru ósvipuð
efnaskiptum baktería. Ákveðin
2. mynd. Algjörir frumusníklar (intracelluler sníklar)
A. Veira. (Af: hjúpveira. : nakin veira).
B. Rickettsía, Psittacosis-sýklar.