Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 24

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 24
LÆKNANEMINN BI, gætum við í rauninni aðeins athugað tvennt, áreitið (stim- ulus) og viðbragðið eða and- svarið (response). Þetta er sitt hvor endinn á viðbragðsboganum. Áður höfðu verið gerðar nokkrar tilraunir í þessum dúr og eru þar merkastar tilraunir Rússans Pavlovs og samstarfsmanna hans. Pavlov gerði tilraunir með við- bragðsbogann og sýndi hvernig nýjar viðbragðsbrautir verða til, þ. e. a. s., hvernig ný viðbrögð lærast. Niðurstöður af tilraunum hans birtust fyrst árið 1904. Með tilraunum sínum lagði Pavlov grundvöllinn að lærikenningum (learning theories) síðari tíma, sem eru undirstaða atferlislækn- inga. Prægust er tilraun Pavlovs með hundinn: Hann batt niður hund, gerði op á vélinda hans, þannig að munnvatn gæti dronið niður í þar til gert mælitæki. Síðan sýndi hann hundinum kjötbita. Ósjálf- rátt kom vatn í munninn á hund- inum. Þetta er eðlilegt viðbragð, og hér er bað nefnt óskildagað viðbragð. 1 hvert skipti, sem Pavlov sýndi hundinum kjötið, kom vatn í munninn á honum. Eftir nokkur skinti tók Pavlov unp á því að hringja biöllu rétt á.ður en kiötið birtist hundinum. Eftir nokkur skinti fór vatn að koma í munninn á hundinum um leið og biallan hrinvdi. Eftir enn nokkrar tilraunir hætti Pavlov al- giörlega að sýna hundinum kiötið, en biallan hringdi aðeins. Eftir sem áður kom vatn í munninn á hundinum, er bjallan hringdi. Hundurínn hafði lært að breaðast við biöllunni á sama hátt og kjöt- inu. Viðbragð hans við biöllunni er nefnt skildagað viðbragð eða skilvrt, vegna þess, að skilyrði fyrir því, að það myndist, er ná- lægð bjölluhljómsins, sem við hér nefnum skildagaða áreitið, við kjötið, sem er óskildagaða áreitið. Á sama hátt gætum við hugsað okkur mann, sem brennir sig á fingri og kippist við. Þarna er óskildagað áreiti og óskildagað viðbragð. Ef við nú hringjum bjöllu í hvert skipti, rétt áður en hann brennir sig á fingrinum, endar það með því, að hann kipp- ist við er hann heyrir bjölluhljóm, og við höfum myndað hjá honum skildagað viðbragð. Þessi tegund skildögunar er nefnd klassisk skil- dögun. Vegna tengsla sinna við óskildagaða áreitið öðlast skil- dagaða áreitið þá eiginleika að vekja sama eða svipað viðbragð og hið óskildagaða. Árið 1911 setti bandaríski sál- fræðingurinn Thorndike fram kenningar í svipuðum dúr, en til- raunir hans voru þó með nokkrum öðrum hætti. Aðferð hans er nefnd verkfæris- eða tækisskildögun (instrumental conditioning), en þar getur tilraunadýrið stjórnað því með atferði sínu, hvort þæ.gilegt eða óþægileg áreiti er sett fram. T. d. kennir hann mús að greina hu.gtakið 2 með því að hafa ætíð geymdan mat á bak við lúgu með mynd af einhverju tvennu (2 hringir, 2 þríhyrningar o. s. frv.) en aldrei á bak við lúgur með 1 eða 3 einingum á. Þannig verð- launar hann músina og hún lærir að tengja hugtakið 2 við verð- launin. Á sama hátt gæti hún að s.iálfsögðu lært af biturri reynslu, ef hún fengi alltaf rafmagnslost í hvert skipti, er hún opnaði lúgu með 2 einingum á. Frægar eru tilraunir Thorndikes með köttinn. Hann hafði kennt honum að finna mat sinn á bak við ákveðna lúgu og kötturinn gekk orðið hiklaust að mat sín-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.