Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 26
26
LÆKNANEMINN
tekið þær upp á kerfisbundinn
hátt. Enda er sálkönnun mjög
fjarlæg dialektiskri efnishyggju.
Sállækningaaðferðir Rússa hafa
frá fyrstu verið í anda Pavlovs og
gerðu þeir margar merkar lækn-
ingatilraunir með skildögum,
meðan kerfisbundnar sállækning-
ar Vesturlandabúa byggðust nær
eingöngu á sálkönnun. Má vera,
að Bandaríkjamenn hafi heldur
ekki verið hrifnir af að leita til
Rússa um nýjar aðferðir. Enda
voru það ekki Bandaríkjamenn
heldur einkum Bretar, sem loks
gerðu sér grein fyrir möguleikum
lærikenninganna í þágu sállækn-
inga.
Það er ekki fyrr en eftir 1950,
að hrevfin0- fer að komast á þessi
mál. Árið 1950 settu J. Dollard og
N. E. Miller fram ítarlegar kenn-
ingar um bað, hvernig sjúkleg ein-
kenni verða til eftir lögmálum
lærikenninganna, og bentu á
hugsanlegar aðferðir til umfangs-
meiri lækninga en reynt hafði
verið áður með bessum aðferðum.
Um svipað leiti heldur H. J.
Evsenck uppi hörðum árásum á
sálkönnun og á næstu árum setur
hann fram sínar kenningar um
persónuleikann og lækningaað-
ferðir samkvæmt lærikenningun-
um. Hefur hann stiórnað tilraun-
um í bessa átt á Maudsley Hospi-
tal í London.
Árið 1958 birtust kenningar
Suður-Afríkumannsins Wolpes,
þar sem hann setur fram vel skil-
greindar aðferðir til sállækninga.
Landí hans Lazarus skrifaði einn-
ig fiölda tímaritsgreina um til-
raunir sínar með atferlislækning-
ar. Á árunum 1950—1960 birtust
all^arp-ar tímaritsgreinar um at-
ferlislækningar og lýstu góðum
árangri með aðferðinni. Eftir 1960
hefur atferlislækningum verið
beitt í síauknum mæli og flestar
rannsóknir hafa sýnt, að árangur
af þessum lækningum er jafngóður
og í flestum tilfellum betri en með
sálkönnunaraðferðinni, og alltaf
skjótari.
Aðferð Wolpes byggist á tals-
vert flóknum kennisetningum,
einkum eftir fyrirmynd lærikenn-
ingu Hulls, lýsingu Sherringtons
á taugastarfseminni, tilrauna M. C.
Jones, sem fyrr getur og aðferð
Jacobsons við taugaslökun. Wolpe
telur, að neurotisk hegðun feli í
sér þrálátar venjur, sem hafi ver-
ið lærðar eða skildagaðar undir
kvíðablöndnum kringumstæðum
og rót atferlisins sé kvíði. I sam-
ræmi við tilraunir með dýr heldur
Wolpe því fram, að ef viðbrögð,
sem undir venjulegum kringum-
stæðum virka gegn kvíða, eru
fengin fram um leið og kvíðvekj-
andi áreiti er sett fram, munu
tengslin milli hins kvíðvekjandi
áreitis og kvíðaviðbragðsins
veikjast.
Taugaslökun eftir aðferð Jacob-
sons hefur þótt bezt fallin til að
hefta kvíða. Taugaslökun er þá
óskildagað andsvar, sem með ná-
lægð sinni við skildagaða and-
svarið, kvíðann, veikir það eða
fellir brott. Aðferð þessi hefur
verið nefnd „kerfisbundin ónæm-
ing“ (systematic desensitisation).
Aðferðin er fólgin í því, að eftir
kliniska athugun eða viðtöl við
sjúklinginn eru fundin þau áreiti,
sem vekja kvíða eða hræðslu hjá
honum. Þeim er raðað eftir því,
hversu mikinn kvíða þau vekja.
Sjúklingurinn er síðan látinn
slappa af, annaðhvort eftir aðferð
Jacobsons eða með léttri dáleiðslu.
Hin kvíðvekjandi áreiti eru síðan
lögð fyrir sjúklinginn, fyrst það
vægasta. Honum er fyrirlagt að
ímynda sér eða sjá fyrir sér þær