Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 28

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 28
£8 LÆKNANEMINN um og psykopatiskri hegðun með nokkrum árangri, og gerðar hafa verið tilraunir til að glíma við æ stærri atferliseiningar með þess- inn aðferðum. Möguleikar virðast margir og verkefnin óþrjótandi, en rannsóknir eru enn á frumstigi. Á þessu stigi mætti greina at- ferlislækningar í 3 höfuðflokka eftir aðferðum. (Kanter and Philips, 1966). Hin fyrsta felur í sér kerfis- bundna notkun sef jandi ábendinga og sjúklingurinn fær heimaverk- efni í hegðun. Sjúklingurinn gefur síðan skýrslu um hegðun sína eða hvernig hann hefur leyst verkefni sitt af hendi. Sjúklingnum er í rauninni kennt að lækna sig sjálfur, og hver lækningatími virkar hvetjandi á sama hátt og maturinn á músina í tilraunum Thorndikes. Þessari aðferð má einnig beita við hóp sjúklinga og geta þá sjúklingarnir orðið hvat- ar fyrir hvern annan. Önnur aðferð er fólgin í að setja ákveðna þætti úr hegðun sjúklingsins á svið í lækningatím- unum. Læknandinn virkar hér sem beinni eða nálægari hvati á hegð- un sjúklings, en í fyrstu aðferð- inni. Að sjálfsögðu hefur þessi að- ferð mjög augljós takmörk, þar eð erfitt er að skapa allar mögulegar kringumstæður innan veggja lækningastofunnar. Þriðja aðferðin felur í sér að grípa beint inn í hegðun sjúklings- ins og breyta henni með þeim að- ferðum, sem lýst hefur verið hér að undan, t. d. við lækningu á alkoholisma, en hún tekur auk þess til umfangsmeiri hegðunar. Að mörgu leyti svipar þessum aðferðmn til eldri aðferða við sál- lækningar, uppörvun, fortölmn, jafnvel ávítmn. 1 raun og veru beita allir læknar þessum aðferð- um í einhverri mynd, án þess þó að gera sér grein fyrir því og á meira og minna tilviljanakenndan hátt. Og þar liggur einmitt hund- urinn grafinn. Eitt af grundvall- aratriðunum, sem skilur þessa teg- und sállækninga frá eldri aðferð- um, og þá ekki sízt sálkönnun, er, að hún byggir á traustum vísinda- legum grunni. Gerð er kerfisbund- in áætlun rnn lækninguna, hvað á að lækna og hvernig og hversu langan tíma það skuli taka. Ástæða er því til að binda góðar vonir við þessa nýju stefnu í sál- lækningum. HEIMILDIR: Blake, B. G.: The Application of behaviour therapy to the treatment of alcoholism. (Behaviour Research and Therapy, 1965, 3(2), 75—85). Dollard, J., & Miller, N. E.: Person- ality and psychotherapy; an ana- lysis in terms of learning, thinking, and culture. New York: McGraw- Hill 1950. Eysenck, H. J. (Ed.) Behaviour therapy and the neuroses. New York: Pergamon Press, 1960. Jacobsen, E. Progressive relaxation. Chicago: Univer. of Ch. Press, 1938. Jones, Mary C. The elimination of children’s fears J. exp. Psychol, 1924, 7, 383—390. Kanfer, F. II., and Philips, J. S. Behavior Therapy. Archives of Gen. Psych. Vol. 15. No. 2, 1966. Lazarus, A. A. New Methods in Psyc- hotherapy: a case study. S. Afr. med. J., 1958, 33, 660—663. Lazarus, A. A. Group therapy of phobic disorders by systematic desensita- tion. J. abnorm, soc. Psychol., 1961, 63, 504—510. Lazarus, A. A. & Rachman, S. The use of systematic desensitization in psychotherapy. S. Afr. med. J., 1957, 32, 934—937. Mowrer, O. H., & Mowrer, W. H. Enuresis: a method for its study and treatment. Amer. J. Orthops- ychiat., 1928, 8, 346—459. Pavlov, I. P. Conditioned reflexes. London: Oxford Univer. Press, 1927.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.