Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 31

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 31
LÆKNANEMINN 31 Bókasafn. Sú deild HÍ, sem trúlega hefur mest verið vanrækt er Háskóla- bókasafn. Mörgum stúdentum og öllum fræðimönnum sem einhvern tíma hafa unnið að vísindalegu verkefni, er vel Ijóst hve ómetan- lega hjálp gott bókasafn getur veitt. Með hinum mikla vexti flestra vísindagreina verður stöð- ugt fráleitara að nokkur einstakl- ingur geti sjálfur átt allar þær heimildir, sem hann þarfnast í grein sinni. Sú er einnig raunin að fæstir bæta sér upp bókasafns- skortinn með auknum kaupum bóka og tímarita. Hin einfalda af- leiðing er sú að menn lesa miklu minna og einkum þó miklu þrengra. Hver sá sem vill verða virkur þátttakandi í vísindagrein verður að vinna slíkt verkefni jafnt og á löngum tíma. Það er meira um vert að ala stúdenta upp við notkun bókasafna þannig að þeim verði að ævivana, heldur en hitt að þvæla þeim gegnum stórar bækur. Bókasafnið þarf að eignast sinn sess í kennslunni sjálfri og stúdentum þarf að verða eiginlegt að nota það. Staðall deildarinnar getur ekki hækkað verulega frá því sem nú er nema gert sé til Háskólabókasafns af talsvert meiri rausn en verið hefur nú um nokkurt bil. Hér er tvennt sem einkum þarf með: 1 fyrsta lagi þarfnast safnið aukins húsnæðis fyrir starfsemi sína og aukins fjár til að auka bókakost og bæta þjón- ustu við notendur safnsins. 1 öðru lagi þarf að kynna stúdentum safnið betur, gera þeim það að- gengilegra og hvetja þá til að nota það meira en verið hefur. Tillögur Arne Martinsen. Svo sem kunnugt er hafa á veg- um Læknadeildar verið gerðar áætlanir um breytingu á kennslu- háttum deildarinnar. Lagt er til að í stað misseraskipta eins og nú er verði komið á annakerfi, þannig að alltaf sé við kennslu lögð megin- áherzla á aðeins eina grein í senn. Ætlazt er til að lokið sé að mestu á einni önn kennslu í þeirri grein sem þá er fyrst á dagskrá, en kennsla í sömu grein á öðrum önn- um er miög takmörkuð. Líffræði almennt er mjög stór grein. Vegna stærðar líffræðinnar hafa menn skipt henni niður í und- irgreinar þar sem athvglinni er beint að sérstökum hliðum henn- ar. Þannig eru greinar sem lífefna- fræði, lífeðlisfræði, erfðafræði, meinafræði o.s.frv. Hver sá sem vill læra líffræði verður að helga sér meginatriði þessara undir- greina. En þar sem undÞgreinarn- ar lýsa ýmsum hliðum sömu fvrir- bæra, er mikilvægt að bað sé lesið saman sem saman á. Með öðT’nm orðum námið þarf að vera alhhða í bókstaflegri merkingu þess orðs. Það er vandséð hvernig nám getur hugsanlega orðið alhliða ef anna- skipaninni verður komið á. Með bví að setia anatomiu, lífeðlis- og líf- efnafræði á ólíkar annir vrðu þess- ar greinar slitnar hver frá annarri, en innbyrðis tengsl hlvtu óhjá- kvæmilega að verða óljósari og rýrari. Með því að bétta nám ein- stakra greina á tiltölulega stuttar annir yrði kerfið allt ósveigjan- legra en ella. Viku forföll vegna veikinda eða annars mundi tákna óhóflega mikið tap í einhverri ákveðinni grein, sem erfitt gæti reynzt að vinna upp aftur það sem eftir lifði tiltölulega stuttrar ann- ar. Kennsla mundi öll fá á sig svip hraða og flýtis. Samrýmist það illa þeirri kunnu staðreynd að mörg atriði í fræðilegu námi verða oft ekki Ijós fyrr en nokkur tími er

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.