Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 32
3B
LÆKNANEMINN
liðinn frá fyrstu kynnum. Það er
ekki lítils virði að kennsluhættir
við háskóla séu þannig að stúdent-
ar séu ekki rígbundnir við ákveðna
stundaskrá. Þennan kost hefur
gamla kerfið haft og stúdentar eru
þess ófúsir að sjá honum í nokkru
þröngvað. Enn má nefna að at-
huganir sálfræðinga benda ótví-
rætt til að menn muni síður það
sem lært er á skemmri tíma að
öðru jöfnu.
Eitt hinna alvarlegu vandamála
sem blasa við nútímavísindum er
hin mikla skipting þeirra í sér-
greinar og enn smærri undirflokka.
Þessa þróun má auðvitað rekja til
hinnar miklu útþenslu vísindanna
sem hefur verið einkenni þessar-
ar aldar og hinnar síðustu. Margir
mætir menn hafa litið til þessarar
þróunar með skelfingu. Aðall
mannsins hefur einmitt verið að
geta gengið að hverju verkefni
með opnum huga og lagað sjálfan
sig að hinum ólíkustu aðstæðum.
Hin mikla sérmenntun og sérhæf-
ing gæti ef hún gengi of langt
orðið verri en engin menntun, hún
gæti orðið sá fjötur er svipti
manninn að lokum frelsi sínu og
byrgði honum sýn. Menn virðast
oft þeirrar skoðunar að hér sé um
óhjákvæmilegan fylgifisk vísinda-
legra framfara að ræða og reynd-
ar eina af forsendum þeirra. Menn
sætta sig því við sérhæfinguna
möglunarlaust og þykir meira að
segja oft óþarflega langt líða þang-
að til þeir geta setzt í helgan stein
einhverrar þröngrar sérgreinar.
Ekki verður véfengt að sérfræð-
ingafyrirkomulagið er óhjákvæmi-
legt eins og málum er nú háttað
í mörgum víðfeðmum greinum eins
og t.d. læknisfræði. Hins vegar skal
á það bent, að margt af því, sem
er mikilvægt efni í sérgrein mun
naumast nokkru sinni fá mikið al-
mennt vísindalegt gildi. Gagnger
þekking á smæstu einkennum sem
gerir mögulega hárfína mismuna-
greiningu á sjaldgæfum hjarta-
sjúkdómum flytur okkur ekki hóti
nær skilningi á orsökum þessara
sömu sjúkdóma. Þess vegna verð-
ur ekki undan vikizt að gagnrýna
breytingar á kennsluháttum, sem
virðast til þess fallnar að auka veg
sérgreina. Af sömu ástæðu og
annaskipanin getur ekki talizt
stuðla að alhliða námi, er hætt við
að hún geri læknanám að einfaldri
summu náms í sérgreinum, en
fæstir nemenda muni nokkru sinni
gera sér heilsteypta mynd af grein-
inni allri. Við gætum sagt að hlut-
verk háskóla væri að dýpka skiln-
ing á því er tengdi saman og sam-
hæfði ólíkustu hluti í hverri grein.
Það virðist því óneitanlega erfitt
að hugsa sér nýja kennsluskipan
þar sem meginþungi þessa verk-
efnis lendir á nemendum sjálfum
án verulegrar íhlutunar deildarinn-
ar. Ekki má skilja þessa gagnrýni
svo að ekkert sé nýtilegt í þeim
breytingartillögum sem gerðar
voru í anda Arne Martinsen. Hin
aukna áherzla á verklegt nám, til-
raunir til að auka mikilvægi beinna
athugana og náms stúdenta á
spítölum, skipting í tvo hluta í stað
þriggja áður eru allt spor í rétta
átt. Hins vegar er nauðsynlegt að
gagnrýni komi fram strax á þessu
stigi í þeirri von að síður komi til
alvarlegs ósamkomulags innan Há-
skólans eftir að stuðningur stjórn-
arvalda við breytingarnar er feng-
inn. Þeir menn sem láta sig mál
Háskólans einhverju varða verða
að gera afstöðu sína sveigjanlega
og endurskoða hana oft. Við tök-
um undir orð Jóhanns Sigurjóns-
sonar er hann kveður um báruna: