Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.07.1967, Blaðsíða 36
36 LÆKNANEMINN um stöpli, hvernig sem viðrar. Þetta er gömul bygging eins og vel flest sjúkrahús önnur í Lund- únum. Hún mun reist laust fyrir 1840. Hugmyndin að stofnun sjúkrahússins er athyglisverð. I þann tíð var það algengt, að læknanemar stunduðu lækningar jafnframt námi. Höfðu þeir þá sjúklingahóp úr nágrenni sínu til lækninga. Einum slíkum lækna- nema rann til rif ja eymd og bjarg- arleysi þeirra sjúklinga, sem leit- uðu hjálpar hans. Hann kom því á fót sjúkrastofu fyrir bágstadda í húsi sínu. Óx svo starfsemin af elju þessa manns og annarra, sem hann studdu, að sjúkrahúsið var reist. Slíkt einstaklingsframtak einkennir þau sjúkrahús brezk, sem við heimsóttum. Gerast þar varla sjúkrarúm án yfirletrana með nöfnum gefenda eða þeirra, sem gefið er til minningar um. Sumir hafa jafnvel verið svo ör- látir, að heilir sjúkragangar bera nöfn þeirra. Virðast allflest sjúkrahús að miklu leyti byggð fyrir stuðning og gjafir einstak- linga eða smærri hópa. Nú eru um 300—400 sjúkrarúm í Charing Cross sjúkrahúsinu sjálfu, en það myndar samsteypu ásamt fjórum öðrum, sem hafa nána samvinnu. Ráðgert er að byggja um 1000 rúma sjúkrahús í náinni framtíð yfir starfsemi hinna fimm. Við kynntumst að sjálfsögðu bezt fæðingar- og kvensjúkdóma- deildum sjúkrahússins, og mótast mat okkar af því. Nám við Char- ing Cross læknaskólann er að ýmsu frábrugðið því, sem gerist á Islandi. Þar eru læknanemar t. d. tvo mánuði á fæðingardeild og tvo mánuði á kvensjúkdómadeild. Yfirlæknir þessara deilda er jafn- framt kennari í þeim greinum við læknaskólann. Hann er ungur og mjög áhugasamur um kennslutil- högun, og er kennsla á deildum hans bæði árangursrík og góð að okkar dómi. Allir læknar deild- anna taka virkan þátt í kennslu læknanema, og fer hún fram sam- kvæmt kennsluskrá, bæði á stofu- gangi og í sérstökum kennslu- stundum í frjálsu formi (tutori- als). Þar taka læknar eitthvað ákveðið efni til umræðu, spyrja læknanema og svara spurningum þeirra. Er oft um að ræða vanda- mál af deildunum, sem þá eru fersk og persónuleg, þar sem læknanemar hafa fylgzt með við- komandi sjúklingum og stundað þá. Á kvensjúkdómadeild eru um 30 rúm, og fara aðgerðir fram tvo daga vikunnar. Læknanemar taka sjúkraskrá af konunum og skoða þær, en kandidat leiðbeinir þeim við gynecologiska skoðun. Hver læknanemi stendur svo fyrir máli sínu á stofugangi samdægurs, rekur sögu sjúklings og rökstyð- ur sjúkdómsgreiningar sínar fyr- ir þeim lækni, sem ætlar að fram- kvæma aðgerð á sjúklingi. Dag- inn eftir aðstoðar læknaneminn, ásamt kandidat, við aðgerð á þeim sjúklingum, sem hann hefur tek- ið á móti. Fær hann þá jafnan að bera saman gynecologiska skoðun sína á sjúklingi vakandi og undir svæfingu. Stundum fá læknanem- ar að gera minni háttar aðgerðir sjálfir undir eftirliti og með að- stoð læknis. Hver læknanemi fylg- ist síðan með þeim sjúklingum, sem hann hefur skoðað, meðan þeir eru á deildinni, og sinnir að jafnaði 4—5 sjúklingum á viku. Tvo morgna vikunnar sitja lækna- nemar með lækni í ferlivistar- deild (out-patient clinic), skoða og fylgjast með sjúklingum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.