Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Side 37

Læknaneminn - 01.07.1967, Side 37
LÆKNANEMINN 31 þangað er vísað eða koma í eftir- meðferð. Læknanemar búa í sjúkrahús- inu, meðan þeir sækja námskeið á fæðingardeild, og taka þar á móti um 20 börnum hver. Á fæðingar- deild eru 30—40 rúm, og þangað koma einungis þær konur, sem hafa gengið í mæðraskoðanir í sjúkrahúsið á meðgöngutíma og eiga þar vísa vist. Læknanemar eru þar með læknum í mæðra- skoðunum, bæði kvenna á með- göngutíma, og eins eftir barns- burð og til fjölskylduáætlana. Þeir sækja og tíma í fæðingar- undirbúningi og fræðslu foreldra (psychoprophylaxis). Er feðrum boðin mjög virk þátttaka í undir- búningi fæðingar á meðgöngu- tíma, svo og er þeim ætlað hlut- verk við fæðinguna. Eru jafnvel haldin sérstök feðrakvöld fyrir tilvonandi feður. Þegar kona kemur inn til fæðingar, fylgist læknanemi með fæðingunni stig af stigi og ber skylda til að skrá gang hennar. Ef fæðing er eðlileg, tekur læknaneminn á móti barn- inu, klippir og saumar episiotomiu, ef með þarf, og skoðar svo barn- ið. Síðan fylgist hann með líðan móður og þroska barnsins og stendur fæðingar- og barnalækni skil á hvoru fyrir sig. Á brezkum sjúkrahúsum er kandidat kallaður „House Offi- cer“, sem gefur í skyn, að hann eigi að stjórna sinni deild í fjar- veru reyndari lækna. Þurfa brezk- ir læknar að vinna sem kandidat- ar á ýmsum deildum í eitt ár til þess að fá lækningaleyfi, en sum- ir gegna slíkum stöðum lengur, meðan þeir bíða eftir aðstoðar- læknisstarfi á eftirsóttu sjúkra- húsi. Ekki er þess krafizt, að þeir taki ,,turnus“ á kvensjúkdóma- og fæðingardeild, en margir gera það eigi að síður, einkum þeir, sem ætla að leggja fyrir sig heimilis- lækningar. Á kvensjúkdóma- og fæðingar- deild Charing Cross sjúkrahússins starfar einn kandidat á hvorri deild, og leysa þeir hvorn annan af á vöktum. Vaktirnar eru þann- ig tvískiptar og oft talsvert ónæðissamt á nóttunni, einkum frá fæðingardeildinni. Enginn sjúklingur er lagður inn, nema einhver læknir viðkom- andi deildar hafi skoðað hann áð- ur á ferlivistardeild sjúkrahúss- ins. Ef um bráða sjúkdóma er að ræða, kemur sjúklingurinn fyrst inn á slysavarðstofu sjúkrahúss- ins (casualty), þar sem sjúkdóm- ur hans er greindur eftir því sem aðstæður leyfa. Ef læknir slysa- varðstofu telur, að kvensjúkdóm- ur sé á ferðinni, kallar hann í kandidat eða aðstoðarlækni til- svarandi deildar, og ákveða þeir í sameiningu, hvort bráðainnlagn- ingar sé þörf. Á kvensjúkdóma- deild er yfirleitt talsvert langur biðlisti sjúklinga. Kemur það í hlut kandidats að kalla sjúklinga inn, en venjulega er það gert í samráði við hina lækna deildar- innar, sem hafa skoðað sjúkling- ana á ferilvistardeild og vita, hve brýnar hinar einstöku aðgerðir eru. Kandidat ber hins vegar ábyrgð á því, að allt fari fram með röð og reglu, og er honum því í sjálfsvald sett, ef nauðsyn krefur, að neita að taka við sjúkl- ingum. Aðgerðardagar eru, sem fyrr segir einungis tveir í viku og koma sjúklingarnir flestir inn daginn fyrir aðgerð. Er þess krafist, að kandidat taki sjúkra- sögu og skoði sérhvern sjúkling, jafnvel þótt það hafi áður verið gert af læknanema. Eru margir sjúklingar þess vegna tvíspurðir

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.