Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 39

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 39
LÆKNANEMINN 39 fæðingardeildinni, hve margar mæðranna voru ungar, ógiftar stúlkur, sem ætluðu að gefa barn sitt að fæðingu lokinni. Þjóðfélag- ið veitir slíkum stúlkum litla að- stoð, nema rétt fyrstu vikurnar eftir barnsburð. Er þá oftast eina ráð stúlknanna að gefa barnið, og höfðu sumar þegar gefið eitt barn eða áttu annað fyrir heima. Mæðurnar voru látnar annast börnin, meðan þær lágu á fæðing- ardeildinni, og var því skilnaður, sem varð að veruleika oft sár. Einhverjar hættu þó við að gefa barn sitt eftir að hafa sinnt því. Síðar fréttum við, að það hafi ekki tíðkazt þar í landi, að ógiftar konur fengju ráðleggingar hjá læknum varðandi getnaðarverjur. Gildir einu um aldur konunnar og aðra aðstöðu. Munu þetta óskrif- uð lög runnin frá kristinni sið- fræði. Á síðari árum eru þó víð- sýnir læknar á öðru máli og gefa slíkar ráðleggingar þeim, er þess leita. Fleira vakti athygli okkar á fæðingardeildinni t. d., hve var- kárir læknar eru gagnvart blóð- þrýstingshækkun kvenna, einkum á síðari hluta meðgöngutímans, og var slíkt tekið mjög föstum tökum. Á þessari stofnun er lítið notuð sogklukka vegna þess að barnalæknar telja, að hún valdi aukinni, tíðni heilaskemmda í ung- börnum. Aldrei er þreifað um endaþarm, en alltaf um leggöng, til að meta útvíkkun. Er það vit- anlega sýklasneydd þreifing, og ekki gerð oftar en tvisvar til þrisvar sé allt með felldu. Talsvert af blökkufólki starfar við sjúkrahúsasamsteypuna, minna þó á Charing Cross en hin- um sjúkrahúsunum. Okkur fannst undantekningarlaust gott að vinna með því fólki og mjög hlý- legt að líta brúnan hörundslit þess á steinstéttum milli stein- húsa. Litaraft þeirra lagði okkur til grá-fjólubláan blæ, sem áður kölluðumst hvítir. Því betur sem við kynntumst lituðu fólki, því minna skildum við í kynþáttafor- dómum. Innflutningur litaðra manna til Bretlands, einkum þó frá nýlendunum, veldur þar tölu- verðu vandamáli í dag. Samkenpni um atvinnu er hörð, og líkar brezkum illa að bæta við keppi- nautum, sem auk þess eru af öðr- um kynstofni. Á Speaker’s Corner, samastað allra „karla á kassan- um“ þar í borg, hlýddum við á fulltrúa samtaka innfæddra Afríkubúa í Bretlandi. Hann krafðist jafnréttis á við hina hvítu íbúa Lundúna. „Hypjið ykk- ur heim til Afríku, svörtu hund- ar, segir Bretinn, en gerið Afríku svarta og við munum gera Bret- land hvítt,“ sagði blökkumaðurinn. Lundúnir eru borg mikilla and- stæðna og hefur upp á slíkan marsrbreytileika að bióða, að all- ir hljóta að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Að vísu á hún sér ekki ósnortna náttúrufeðurð, en til þess ætlast enginn. Söfnin eru sögurík, leikhúslíf, kvikmyndir og tónleikar með blóma. Er þar um auðugan garð að gresja og nautn að mega velja. Borgin er óhrein, loftið mengað sóti og ósi farar- tækja, sólin alltaf slikjuð og himinninn aldrei tær. Umferðin er ótrúlega þreytandi og mannfiöld- inn eins og mannkvn, sem flæðir á móti okkur, andlit eftir andlit og ekkert þeirra eins. Samt er hér að finna töfra þess farvegs, þar sem líf streymir í öllum mvnd- um og gervum, iðandi á strætum milli húsa, og mann langar að koma einhvern tíma aftur.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.