Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 41

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 41
LÆKNANEMINN il en má ekki borga ykkur út fyrr en þið hafið þetta spjald í hönd- unum. Þið arkið enn af stað, og nú er ferðinni heitið til Ministry of Social Security Local Office, þar sem þið gefið enn eina ævi- skýrsluna o g fáið að launum appelsínugult kort, sem á að sanna, að þið séuð skuldlaus við skatta- og skyldutryggingar. Þið rekið það framan í gjaldker- ann og fáið ávísun fyrir launum ykkar. Ef þið þurfið á þessum peningum að halda, áður en þið farið úr landi, skulið þið ætla ykk- ur góðan tíma til að fá þessari ávísun breytt í pundseðla. Það getur nefnilega vel hugsast, að sjúkrahúsið hafi verið svo hugul- samt að opna fyrir ykkur spari- sjóðsreikning í einhverju útibúi Loyd’s banka, og er þá ekki hægt að leysa ávísunina út, heldur verð- ur að finna viðkomandi útibú og leggja hana þar inn. Þetta virðist geta hent, þótt þið hafið marg- tekið það fram, að þið þurfið að nota þessa peninga strax. Mönn- um til huggunar skal þó tekið fram, að þegar öll sund virðast lokuð, og skuldafangelsi blasir við, geta Bretar verið frábærlega hjálpsamir og fórna þá með ánægju bæði tíma og orku til þess að biarga ykkur og greiða úr þeim skrifstofuhnútum, sem þeir hafa flækt ykkur í. G. A. — H. Þ. V. Oft kemur bót eftir höl „Tannlæknanámið tekur venjulega 6 ár, sex ára sífelldur þræl- dómur, lestur og aftur lestur.Strax á fyrsta ári hefst púlið, því að þá má segja að við séum við námið frá 8 á morgnana til sjö á kvöldin, hvern einasta dag, nema hvíldardaginn að sjálfsögðu, en helg- arnar fara að langmestu leyti í lestur, því að lítið er unnt að koma lestrinum við, þegar unnið er mestan hluta dagsins". Auðvitað skemmir svona vinnuálag sálina að lokum, eins og eftir- farandi hallucinationir og paranoia bera með sér. .... „Læknanemar hafa nú á undanförnum árum fengið aðstöðu sína stórbætta til að vinna fyrir miklu kaupi meðan á námi þeirra stendur. Margir þeirra hafa 2—300 þúsund krónur á ári fyrir vinnu á sjúkrahúsum"..... (Úr viðtali við nokkra tannlæknanema í Vísi 27. júní s.l.).

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.