Læknaneminn - 01.07.1967, Page 45
LÆKNANEMINN
púlsar eru vandlega þreifaðir,
ætti það að tilheyra hverri rutinu-
skoðun, að ekki sé talað um skoð-
un á sjúklingi með háþrýsting, að
þreifa þá.
Háþrýstingur er eitt einkennið
við toxemia in graviditate. Sjúk-
dómurinn kemur því aðeins fyrir
hjá gravid konum, primer orsök
er óþekkt og umdeilt er hvort
hann valdi áframhaldandi háþrýst-
ingi post partum.
Einkenni: Segja má, að sjúkl-
ingar með háþrýsting án fylgi-
kvilla hafi fá eða engin einkenni,
a. m. k. ef þeir vita ekki um, að
þeir hafi ,,of háan blóðþrýsting“.
Oft kvarta sjúklingar um almenn-
an slappleika, þreytu og slen og
stundum höfuðverk, sérlega við
svæsinn eða illkvnja blóðþrýsting.
Venjulega er höfuðverkurinn stað-
settur í hnakka og er verstur að
morgni. Þó að margir sjúklingar
með háþrýsting kvarti um höfuð-
verk, er lítið upp úr honum leggj-
andi, ef sjúklingur veit, að hann
hefir hækkaðan blóðþrýsting, eða
ef hann hefir verið settur á með-
ferð vegna þess. Sama er að segja
um önnur almenn einkenni, en
hafa verður þó í huga, að með-
ferðin geti að einhverju leyti or-
sakað þau.
Obiectiv einkenni eru einnig fá.
Þó má oft fá grun um, að blóð-
þrýstingur sé hækkaður, er radi-
alis púls er þreifaður, en hann er
oft þungur og lyftandi við há-
þrýsting. Sama er að segja um
ictus cordis. Sterkur útbreiddur
ictus vetur gefið grun um háþrýst-
ing. Ef ophthalmoscopia er fram-
kvæmd, má stundum sjá háþrýst-
ingsbreytingar (vide infra).
Greining: Vegna þess hve
subjectiv og objectiv einkenni eru
fá og óáreiðanleg, er háþrýsting-
ur greindur með blóðþrýstings-
b5
mælingu. Nákvæmast er að mæla
beint úr slagæð, en það er nú
aldrei gert. Notaður er því blóð-
þrýstingsmælir, annað hvort
kvikasilfursmælir (bezt) eða
manometer. Gerð mæla og tækni
við mælingu verður ekki nákvæm-
ar lýst hér, en þó er rétt að hafa
eftirfarandi í huga: Hafa man-
chettu af réttri breidd (samanber
mælingu hjá börnum). Gott er að
mæla systoliskan þrýsting fyrst
með palpation, áður en mælt er
með stethoscopi. Taka síðan
diastoliskan þrýsting, þegar hljóð
lækkar skyndilega, en ekki þegar
það hættir alveg að heyrast.
Diastoliskur þrýstingur er venju-
lega lítið eitt hærri er sjúklingur
situr eða stendur, en systola
lægri, er sjúklingur stendur.
Áreynsla, geðhrif, o. fl. geta vald-
ið hækkun á systoliskum þrýst-
ingi, en hafa lítil áhrif á diastol-
iskan þrýsting. Ef mælt er á mjög
sverum handlegg, mælist þrýst-
ingur hærri (5—15 mm.) miðað
við intraarterial þrýsting og get-
ur þá verið æskilegt, að nota
breiðari manchettu.
Ef hækkaður blóðþrýstingur
hefir verið mældur, er nauðsyn-
legt strax í byrjun með tilliti til
nrognosis sjúklings og einnig
hvort hef ja skuli meðferð, að gera
sér grein fyrir, hvort sjúklingur
hefir primerar eða secunderar
brevtingar í öðrum líffærum, sem
gefið gætu ákveðna indication
fyrir meðferð eða relativa
contraindication fyrir meðferð, og
hver verið gæti orsök háþrýstings-
ins, o. fl.
Það er í fyrsta lagi mikilvægt
að greina, hvort sjúklingur hefir
aðeins háþrýsting eða hvort hann
hefir háþrýstisjúkdóm (hyper-
tensiv disease), þ. e. hvort há-
þrýstingurinn hefir valdið sjúk-