Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Page 47

Læknaneminn - 01.07.1967, Page 47
LÆKNANEMINN 47 secunders háþrýstings vegna nýrnasjúkdóms og háþrýstings með nýrnabilun, en slíkt hefir venjulega ekki höfuðþýðingu, þar sem nýrnasjúkdómurinn er þá venjulega það langt genginn, að erfitt eða ógerlegt er að lækna hann. Endocrin háþrýstingur: Það er sjaldan erfitt að greina Cushing’s syndrome á útliti sjúklinga, en ef vafi er, má mæla útskilnað á 17- hydroxycorticoidum og 17- keto- steroidum í sólarhringsþvagi og 17- hydroxysteroida í blóði. Primer hyperaldosteronismus: Einkennin eru auk háþrýstings aðallega vegna hypokalemiu, þ. e. slappleiki, oft mikill, jafnvel pares- ur, polyuria vegna hypoanemiskra nýrnaskemmda. Rannsóknir: Lágt kalium í serum (2.0—2.5 mEq/1), sem er mjög erfitt að hækka með kaliumgjöf. Venjulega væg alka- losis, serum bicarbonat ^ 28 mEq /1 og þvag neutralt eða alkaliskt. Mæla má aldosteronútskilnað í þvagi (mjög erfitt), reyna aldos- teron-antagonista, e. t. v. ang- iogram, en oft verður laparotomia explorativa þrautalendingin, sé sterkur grunur um þennan sjúk- dóm. Pheochromocytoma: Mæla út- skilnað á katekolaminum í sólar- hringsþvagi eða annara niður- brotsefna adrenalins og nor- adrenalins. Ef blóðþrýstingur er minni en 170/110 má gera hista- min-provocationspróf, með því að gefa 0.01-—0.05 mg. af histamini í æð. Prófið er jákvætt, sé hækk- un greinilega meiri en við „cold pressore test“ (cave: Hafa Regit- in við hendina). Sé blóðþrýsting- ur meiri en 170/110 má gera Regitinpróf (5 mg. í æð). Prófið er jákvætt ef blóðþrýstingur lækk- ar um meira en 35/25. Meðferö: Við secunderan háþrýsting ber að nota „causal“ meðferð ef unnt er, t. d. taka eða bæta blóðrás til ischemisks nýra, taka tumora úr nýrnahettum eða nema þær brott, séu þær hyperplastiskar, gera við coarctatio aortae o. s. frv. Við secunderan háþrýsting, þar sem ekki er unnt að nota causal meðferð og við essential háþrýst- ing, þarf, eftir að stig sjúkdóms- ins hefir verið ákveðið með rann- sókn, að ákveða, hvort meðhöndla á sjúkdóminn (eða fremur sjúkl- inginn) eða ekki. Þar eð orsök sjúkdómsins er í flestum tilfellum óþekkt, lyfin óspecifisk og hafa öll einhverjar aukaverkanir, ber að- eins að meðhöndla sjúklinginn, ef nokkuð brýn ástæða er til. Sýnt hefir verið fram á staðtölulega, að bæta má líðan og lengja líf sjúklinga með 3. og 4 gr. háþrýst- ing og er þetta því nokkuð ákveð- in indication fyrir meðferð. Sjúk- linga með 1. og 2. gr. háþrýsting á venjulega ekki að meðhöndla nema þeir hafi einkenni, sem lík- legt er að orsakist af honum, eða einkenni um, að „target“ líffæri séu skemmd. Þó er rétt að með- höndla ungt fólk (sérstaklega karlmenn) aðeins ef diastoliskur þrýstingur er hár, t. d. 110 mm, þar sem reynslan hefir sýnt, að þessir einstaklingar þola illa háan blóðþrýsting til lengdar. Ákveðnar contraindicationir fyrir háþrýstings-meðferð eru lík- lega engar, ef indicationir fyrir að meðhöndla eru nógu miklar. Af- stæðar contraindicationir fyrir meðferð eru þó: 1. Afstaðinn insultus cere- brovascularis. 2. Saga mn infarctus myocardii eða angina pectoris.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.