Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 49
LÆKNANEMINN
49
mg á dag og aukið hægt upp i 20 -25
mg X 4 og allt að 200 mg á dag.
4. Methyldopa (Aldomet): Tal-
ið hindra myndun noradrenalins,
veldur útvíkkun á æðum, eykur
nýrnastreymi. Gott lyf og virkt.
Helztu aukaverkanir: Depressio
mentis, sljóleiki, vökvaretentio
(nota diuretica með), lyfjahiti
(drug fever, sjaldgæft), hindruð
lifrastarfsemi, haemolytisk ane-
mia o. fl. Varast ber ost, saman-
ber MAO-inhibitora.
Dosis: Venjulega byrjað með um 250
mg X 2, smáhækkað upp í ca. 1,5 g.
Fara þarf varlega með gamalt fólk.
5. Sympaticus blockerandi lyf:
Hérlendis er mest notað guane-
thidine (Ismelin). Þetta lyf er
mjög virkt og á aðeins að nota
við svæsinn háþrýsting. Nokkra
daga tekur að fá verkun.
Helztu aukaverkanir: Niður-
gangur og impotens ejaculandi hjá
karlmönnum. Veldur einnig oft
orthostatiskri hypotensio og ber
að vara sjúklinga við henni og
fara varlega við sjúklinga með
cerebral insufficience, coronar
sclerosis og bilaða nýrnastarf-
semi. Lyfið veldur bradycardi og
getur veiklað hjartavöðvann og
komið af stað hjartabilun.
6. Ganglion blockerandi lyf:
Hérlendis er mest notað mecamyla-
min (Mevasine). Þetta lyf er mjög
virkt og notað aðeins við svæsinn
háþrýsting. Ekki er ráðlegt að
byrja meðferð nema á sjúkrahúsi.
Helztu aukaverkanir eru þurrkur
í munni og augum, obstipation (ad
ileus paralyticus), truflun á þvag-
látum, impotens og orthostatisk
hypotensio.
Dosis: 2,5-5,0 mg á dag, auka annan
hvern dag eftir verkun upp í 20-40 mg.
Encephalopathia hypertensiva:
Þessi sjúkdómur er talinn orsak-
ast af cerebral ischemiu vegna
æðaspasma. Einkennin eru höfuð-
verkur, sljóleiki, stundum ógleði
og uppköst og fókal einkenni frá
miðtaugakerfi. Meðferð er serpasil
i. m. (1 X 2 mg.) eða Mevasin, e. t.
v. magnesium sulfat eins og við
eclampsia.
KirurgisJc meðferð: Sympatec-
tomia var áður mikið notuð að-
gerð gegn háþrýstingi. Hún gaf
sæmilega raun, en er mikil aðgerð
og nú nær aldrei gerð vegna þess.
Horfur: Mjög erfitt er að segja
fyrir um horfur sjúklinga með há-
þrýsting og hvort meðferð hafi
áhrif á langlífi, en þó er talið sann-
að, að meðferð lengi líf sjúklinga
með illkynja háþrýsting. Perera
telur meðalaldur frá greiningu
vera um tuttugu ár, þar af % eða
fimmtán ár án aukakvilla, en 14
eða fimm ár með aukakvillum.
Margir geta lifað lengur, en á hinn
bóginn er illkynja háþrýstingur,
sem leiddi sjúklinginn til dauða á
nokkrum mánuðum eða einu til
tveimur árum, oftast úr uremiu,
áður en lyfin komu til sögunnar.
Þetta form er hins vegar sjald-
gæft eða aðeins um 1% allra
sjúklinga með háþrýsting, % hlut-
ar sjúklinga eru karlmenn (flestir
grannir, sbr. að sjúkdómurinn er
algengastur hjá feitlaga konum).
Dánarorsök sjúklinga með há-
þrýsting er nú: 65—70% deyja
úr hjartasjúkdómum, 10—15% úr
sjúkdómum í heila og 5—10% úr
uremiu. Einkum er coronar scler-
osis slæmur aukakvilli (decom-
pensatio cordis ekki nærri eins
slæm), svo og nýrnabilun vegna
háþrýstings. Verri horfur eru hjá
karlmönnum.
Horfur hvers einstaklings um
sig verða því aldrei sagðar fyrir
með neinni vissu.
Reykjavík, 2. maí 1967
Kristján A. Eyjólfsson.