Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 50

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 50
50 LÆKNANEMINN Sæmundur Kjartansson læknir: Nokkur orð um eczema og meðferð við því Húðsjúkdómar eru einhverjir al- gengustu kvillar, sem almennur læknir sér í starfi. Greining þeirra er oft erfið, og geti læknirinn ekki greint sjúkdóminn, þá er ekki svo auðvelt að fletta upp í bók til að finna út hvaða meðferð henti bezt, en þannig er oft hægt að bjarga sér með sjúkdóma, þar sem lækn irinn er nokkurn veginn viss um sjúkdómsgreininguna. Tilgangurinn með þessari stuttu grein er að ræða almenna sym- tomiska meðferð, ef verða mætti að einhverju gagni t.d. fyrir lækna- nema, sem fara til starfa út í hér- að um stundarsakir. Allstór hluti þeirra sjúklinga sem læknis leita á degi hverjum kvartar um einhvers- konar eczema. Eczema er orð, sem erfitt er að skilgreina, en orðið hefur verið notað í fjölda ára og þess vegna erfitt að sleppa því með öllu. Það er notað í nokkuð annrri merkingu í hinum enskumælandi löndum en á meginlandi Evrópu. Á meginlandinu er það yfirleitt notað í merkingunni contact der- matitis, sem hér á landi er oft kall- að dermatitis allergica. í ensku- mælandi löndum er það fremur notað yfir atopiskan dermatitis, sem merkir það sama og neuro- dermatitis og prurigo Besnier. Ec- zema hefur eiginlega aðeins gildi sem morphologiskt heiti. Það ein- kennist af erythema, edema, mynd- un á örlitlum og stundum stærri blöðrum (vesiculation) og vess- andi útbrotum (exudation) á akúta stiginu, en eftir að það verður langvinnara eða króniskt, ein- kennist það aðallega af hreistur- myndun og þykknun á húðinni (lichenification). Það er yfirleitt sæmilega afmarkað, langoftast fylgir kláði og það hefur mikla tilhneigingu til að koma aftur, þótt það batni á milli. Segja má að þetta sé nokkuð yfirgripsmikil skilgreining eða að hún innihaldi fullmikið, en engu að síður hefur eczema sína sérstöku klinisku mynd og þetta er praktisk skil- greining, því að hún felur í sér það, sem flestir læknar eiga við, þegar þeir nota orðið eczema. Sem sagt, eczema er hreint morphologiskt heiti og þótt það þyki ruglings- legt, þá er ekkert athugavert við að nota slíkt diagnostisk heiti. Orð, sem eru mikið notuð eins og asthma, urticaria, anemia, nephri- tis, prutitus ani o.fl. segja ekkert um etiologíuna, en eru nauðsynleg engu að síður. Dermatitis er notað í alveg sömu merkingu og eczema og er betra orð að því leyti, að auð- skilið er af orðinu, að átt er við bólgu í húðinni. Algengt er þó að nota dermatitis yfir akút útbrot, en eczema yfir þau króniskari. Dermatitis allergica er svo notað í svipaðri merkingu, þar sem sýnt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.