Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 51

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 51
LÆKNANEMINN 51 hefur verið fram á að um ofnæmi er að ræða. Contact dermatitis er einn hinna algengustu húðsjúkdóma, og get- ur meðferðin oft verið erfið. Or- sakirnar eru ýmist ertandi efni, sem valda útbrotum hjá mörgum eða jafnvei flestum, sem eru í snertingu við þau (primary irri- tants) eða þá efni, sem sensitizera aðeins örlítinn hluta þeirra, sem nota þau (allergic sensitizers). í fyrra tilfellinu er oft talað um toxiskan contact dermatitis, en í síðara tilvikinu um allergiskan contact dermatitis. Mikið af út- brotum á höndum til dæmis eru contact dermatitis, og er þá oft um einhvers konar atvinnusjúk- dóm að ræða. Um 10% allra til- fella, sem húðsjúkdómalæknir sér í daglegu starfi eru útbrot á hönd- um og má af því ráða, að margir þjást af þessum kvillum. Eczema á höndum verður stöðugt algeng- ara í iðnaði og fjöldi fólks er frá vinnu um lengri og skemmri tíma vegna þess. Það liggur í augum uppi hversu erfitt er fyrir t.d. veitingaþjón, hárgreiðslukonu, eða afgreiðslu- stúlku að stunda störf sín með hendurnar allar í útbrotum, að maður tali nú ekki um fólk, sem vinnur í matvælaiðnaði eða við hjúkrun og lækningar. Sé húðin á höndunum heilbrigð, þá er hún tiltölulega bakteríusnauð, en jafn- vel væg útbrot geta valdið því að hún verður morandi í bakteríum. Vessandi útbrot sérstaklega eru hrein gróðrarstía fyrir bakteríur. Þessir sjúklingar eru oft frá vinnu lengi, þótt þeir hafi kannski ekki m 'ög mikil óþægindi og gætu unn- ið þess vegna, heldur vegna þess að þeir eru hættulegir öðrum. Það getur skipt miklu máli fyrir efna- hag eða afkomu viðkomandi að fá sem bezta og fljótasta lækningu. Til réttrar sjúkdómsgreiningar og til þess að finna orsökina er hér sem endranær sjúkrasagan oft mikilvægasti liðurinn. Skilyrði þess að bezti árangur náist er, að orsök- in finnist og sjúklingurinn geti forðast hið ertandi efni eða aller- genið, sem ofnæminu veldur. Það er ekki nóg að spyrja sjúklinginn hvort hann hafi ofnæmi fyrir ein- hverju, heldur þarf að spyrja ákveðnari spurninga og nefna þá hluti, sem helzt geta komið til greina. I sambandi við eczema á nöndum, þá geta öll möguleg efni sem sjúklingurinn vinnur við kom- ið til greina, hvort heldur hann er í iðnaði eða við önnur störf. Ekki má heldur gleyma því, að sjúklingurinn getur allt eins feng- ið útbrot af þeim efnum, sem hann er í snertingu við í frístundum sín- um, eins og því, sem hann vinnur við í aðalstarfi sínu. Það er mjög mikilvægt að greina hér á milli, því að fráleitt væri að krefia at- vinnurekanda bóta fyrir hjúðsjúk- dóm, sem orsakast af einhverju tómstundagamni. Ertandi efni og efni sem valda ofnæmi eru of mörg til að telja þau upp. Meðal þessara efna eru sápur, hreinsiefni (detergents), snyrtiefni, ilmefni, alls konar smyrsl, hvort sem þau innihalda lyf eða ekki, plöntur, hanzkar, hringir og armbönd svo nokkuð sé nefnt. Eftir að ofnæm- isútbrot eru byrjuð, geta ýmis al- geng efni aukið ertinguna og má nefna t.d. klór, bleikiefni, vax, bón, handáburð og þurrkandi krem. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar leitað er að orsökum útbrotanna hjá sjúklingi með con- tact dermatitis. Ætla ég nú að fara nokkrum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.