Læknaneminn - 01.07.1967, Side 52
52
LÆKNANEMINN
orðum um meðferð, einkum út-
vortis meðferð. Almennt má segja
að því svæsnari eða því meira akút
sem útbrotin eru, þeim mun mild-
ari eigi meðferðin að vera. Rakir
bakstrar eru yfirleitt notaðir á
akúta stiginu, og verka þeir betur
ef hrúður og hreistur er fyrst
hreinsað burt með blautum grisj-
um. Þær má gjarna nota til hreins-
unar á subakút og akút útbrotum,
sem eru vesiculer og vessandi. Séu
útbrotin ekki mikið vessandi má
eins nota olívuolíu, og við krónisk
hreistrug útbrot benzín eða car-
bontetraklorid. Þá eru einnig á
markaðnum ýmis hreinsiefni, sem
innihalda ekki sápu. Við akút ec-
zema viðhalda rakir bakstrar frá-
rennslinu eða „drenera“ vessandi
útbrot og koma í veg fyrir snögg-
ar hitabreytingar í húðinni.
Blautar umbúðir eru svíandi, draga
úr kláða og flest efnin, sem notuð
eru auk þess dálítið antiseptisk.
Umbúðimar eiga að vera þykkar
og falla þétt að útbrotunum, þeim
á að halda vel rökum og helzt
skipta þétt á þeim eða á svo sem
2 klst. fresti. Við útbrot á hönd-
um er hentugt að nota hanzka,
sem búnir eru til úr margföldu
lagi af sáragrisju. Þeir hafa þann
kost að það loftar vel í gegnum
þá, og þá má þvo og nota aftur
og aftur. Húsmæður geta unnið
flest sín verk heima fyrir þótt þær
noti svona hanzka vætta í alumin-
ium subacetat upplausn, og sjúkl-
ingar á spítala geta matast sjálfir
og lesið með svona hanzka á hönd-
unum. Hefur það auðvitað mikið
að segja, að sjúklingurinn geti
gert einföldustu störf án þess að
það trufli meðferðina, en sé með-
ferðin óþægileg verður raunin oft
sú. að sjúklingurinn notar hana
alls ekki, hversu góð sem meðferð-
in annars er. Það lyf sem einna
algengast er að nota í bakstra er
aqua aluminii subacetatis, sem er
mjög gagnlegt við hvers konar
vessandi útbrot. Stöku sinnum
er notuð kalium permanganat
upplausn (1:5000) eða silfurnítrat
upplausn (1:1000), en þessar tvær
upplausnir eru óhentugar að því
leyti, að þær geta litað og skemmt
föt.
Við subakút dermatitis hentar
vel að nota lotio af einhverju tagi,
sem er miklu fyrirhafnarminni
meðferð en bakstrar, algengastar
eru zink og calamine lotio. Lini-
ment eins og t.d. linimentum zinci
spissum er einnig hentugt, og sé
kláði svæsinn má gjarna nota það,
blandað með V2% menthol og 1%
nhenol. Þetta er einkum praktískt
lyf nái útbrotin yfir mikinn hluta
iíkamans, og verkar oft eins vel
og nýjustu steroida smyrsli, sem
eru kannski 10 sinnum dýrari. Það
er til lítils að skrifa upp á 20 g
túbu af hydrocortison áburði eða
30 g af smyrsli fyrir sjúkling, sem
hefur útbrot um mest allan líkam-
ann en nægjanlegt magn af þess-
um lyfjum fyrir einnar viku kúr
í slíku tilfelli gæti kostað nokkur
þúsund krónur umfram það sem
nauðsynlegt væri. Að sjálfsögðu
þarf að hafa kostnaðinn í huga,
hvort sem sjúklingarnir borga lyf-
in sjálfir eða einhverir aðrir fyrir
þá.
Smyrsli eða salvar (ungventum,
ointment) eru meðal elztu og al-
gengustu lyf ja í dermatólógíu. Þau
samanstanda af lyfjum blönduð-
um út í ýmisskonar fitu, ýmist
dýrafitu (lanolino.fi.) eða mineral
fitu (petrolatum, vaselín). Hentug
mýkjandi smyrsli á þurra hreinstr-
uga húð eru t.d. ungv. aquosum og
sama smyrsi blandað til helminga
með vatni. Smyrsli eru notuð til
þess að draga úr kláða og einnig