Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 54
LÆKNANEMINN
54
matorisk lyf á bólgur í húð, en
hafa lítil áhrif þegar þau eru
gefin inn í líkamann. Það skiptir
því litlu máli hvort þau absorber-
ast eða ekki. Það eru mjög fáar
komplicationir við útvortis notkun
steroida, þeir eru ekki gefnir sé
um aktíva infection í húð að ræða,
nema þá með antibiotica, og þeir
eru kontraindiceraðir við herpes
simplex infectionir í augum. Lang-
varandi notkun á hinum nýrri
sterkari steroida smyrslum eins og
t.d. Synalar í húðfellingar, aðal-
lega nára og handarkrika getur
framkallað striae distensae, oft
talsvert áberandi, einnig hef ég séð
áberandi og útbreidd æðaslit eða
telangiectasiur í andhti eftir notk-
un þessara lyf ja bæði hjá börnum
og fuhorðnum. Ætti því fremur að
nota hydrocortison á andlit og í
húðfellingar heldur en nýrri og
sterkari steroidalyfin eins og tri-
amcinolone og fluoxprednisolone.
Þessi efni hafa þann góða kost
að þau blandast vel öðrum efnum,
og fyrir utan antibiotica þá fást
þau með tjöru, iehthyoli, vioformi,
chinioformi og fleiri efnum. Þau
fást sem krem og smyrsli, og henta
kremin yfirleitt betur á akút og
subakút dermatitis en smyrslin
betur á þurr hreistrug útbrot.
Einnig fást þau í lotionum, sem
henta vel á vessandi útbrot og
einnig t.d. í hársvörð, sömuleiðis
við balanitis. Þessi steroidalyf eru
líka til í spray-formi, og er slíkt
heppilegt t.d. við meðferð á
pruritus vulvae.
Systemisk meðferð í sambandi
við eczema er fyrst og fremst lyf,
sem gefin eru til þess að eyða eða
draga úr kláða, og algengustu lyf-
in, sem notuð eru til þess eru hin
ýmsu antihistaminica. Þau verka
með því að blokkera histamin og
eru fyrst og fremst gagnleg við
ofnæmi, sem lýsir sér með urti-
caria og einnig gagnleg við angio-
neurotiskt edema. Gildi þeirra
hefur ekki verið sannað við aðrar
allergiskar reaktionir eða við
eczema, sem fylgir kláði, en
reynslan virðist sýna að þau
hjálpa meira eða minna í mörgum
slíkum tilfellum. Fjölmargar teg-
undir antihistaminlyf ja eru á
markaðnum, og verka þau mjög
mismunandi á sjúklinga. Þótt ein
tegund verki lítið þá getur önnur
verkað ágætlega, og er því sjálf-
sagt að reyna nokkrar mismunandi
tegundir hjá sama sjúklingnum,
til að finna út hvað reynist bezt.
Aspírin í stórum skömmtum get-
ur reynst vel við kláða og sömu-
leiðis ýmis sedatíva, og þarf oft
að grípa til þeirra. Vitað er að
alls konar taugaspenna hefur slæm
áhrif á húðsjúkdóma yfirleitt, og
er miklu auðveldara að meðhöndla
eczema, sé hægt að draga úr slíkri
spennu með lyfjum eða á annan
hátt.
Sé eczema áberandi inficerað, þá
er-t>ft hægt að flýta fyrir bata með
því að gefa antibiotica per os í
viðbót við útvortis meðferðina og
er sjálfsagt að grípa til þess þeg-
ar með þarf.
Við svæsinn contact dermatitis
getur það hjálpað sjúklingnum
mikið og stytt vinnutap að mun
að gefa stuttan kúr af steroidum
per os, byrja t.d. með 30—40 mg
af prednisoloni á dag og minnka
svo skammtinn á viku til 10 dögum
niður í ekki neitt. Það þykir ekki
lengur kontraindicerað að gefa
steroida þótt um infection í húð-
inni sé að ræða og lítið gert úr
hættu í sambandi við það, miðað
við það, sem var fyrir nokkrum
árum síðan. Sömuleiðis verka
ACTH innspýtingar oft ágætlega