Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 55
LÆKNANEMINN
55
og stundum betur en tilsvarandi
magn af prednisoloni. Aðalókostur-
inn við að gefa steroida per os er
sá, að sjúklingurinn heimtar oft
meira af lyfinu en læknirinn vill
gefa. Sjúklingurinn finnur fljótt
að honum batnar og gerir sér ekki
grein fyrir þeirri hættu, sem fylgir
því að vera á þessum lyf jum lang-
tímum saman, jafnvel þótt læknir-
inn hafi skýrt það fyrir honum.
Er reyndar algengt, að vilji lækn-
irinn ekki endurnýja lyfseðil fyrir
cortisoni eða prednisoloni, verði
sjúklingurinn sér úti um lyfseðil
annars staðar og haldi þannig
áfram á lyfinu von úr viti. Það eru
dæmi til þess, að sjúklingar hafa
verið þannig á steroidum árum
saman og stjórnað meðferðinni
sjálfir án þess að nokkur ákveðinn
læknir fylgdist með lyfjagjöfinni.
Til eru á markaðnum langvirk
steroidasambönd til innspýtingar,
og hefur shk lyf jagjöf þann stóra
kost, að sjúklingurinn þarf ekki
endilega að vita, hvaða lyf er ver-
ið að gefa honum. Eitt slíkt lyf er
Depo-Medrol, sem inniheldur 40
mg af methylprednisolone acetate
per ml. og fæst oft ágæt verkun
með því að gefa sjúklingnum
sprautu einu sinni í viku þann
tíma, sem útbrotin eru verulega
slæm. Annað svipað lyf er Kenalog
IM, sem hefur ennþá lengri verk-
un eða allt uppí 3 til 4 vikur, en
það inniheldur triamciolone.
Við mjög króniskt eczema eins
og t.d. atópiskan dermatitis (pru-
rigo Besnier) er afleitt og allt að
því ,,malpraxis“ að gefa sjúklingi
steroida per os. Sjúklingnum get-
ur að vísu bráðbatnað á nokkrum
dögum, en þegar fara á að venja
hann af lyfinu þá verða útbrotin
oft verri en nokkru sinni fyrr, og
þess dæmi að alls ekki hefur tek-
izt að taka sjúklinginn af lyfjun-
um aftur. Prednisolone og skyld
lyf á að mínu áliti aðeins að nota
við þær tegundir af eczema, sem
batna af sjálfu sér, það er að
segja nota lyfin til þess að flýta
fyrir bata og stytta þann tíma,
sem sjúklingurinn er frá vinnu, og
er slík notkun þessara lyfja að
heita má algerlega hættulaus. Það
er óþarfi að fara hér útí þær hætt-
ur, sem samfara eru langvarandi
cortisone notkun, svo sem blóð-
þrýstingshækkun, magasár, osteo-
porosis, afmyndun á andliti,
striae distensae o.fl., en rétt er að
rifja þetta upp í huganum áður
en farið er útí það að gefa stero-
ida per os við krónískan húðsjúk-
dóm.
Hér hefur verið minnst á að-
eins fá atriði í sambandi við
eczema, þennan algenga húðkvilla,
sem mörgum gerir lífið Ieitt. Ég
vil að endingu minna á, að það get-
ur sparað sjúklingnum margra
mánaða óþægindi og mikið vinnu-
tap, takist lækninum að finna or-
sök útbrotanna fljótlega eftir að
sjúklingurinn leitar til hans, en
skilyrði þess að finna orsökina er,
að læknirinn gefi sér nægan tíma
til að taka ítarlega sjúkrasögu af
sjúklingnum.
Sæmimdur Kjartansson.