Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 57

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 57
LÆKNANEMINN 57 og hvort barkinn sé í miðlínu. I munnholi lítur maður eftir hvort gómbogar séu jafnir, tennur laus- ar, blæðingum, deformitet o. s. frv. Lauslega neurologiska skoðun er rétt að gera. 2. Brjóstkassi. Brjóstkassinn er þuklaður eftir asymmetri og missmíð, rifjabrot- um, subcutant emphysema. Önd- unarhreyfingar eru bornar saman. Precordium og ictus er þuklað og hjartastærð bönkuð út. Hlust- pípu brugðið á hjarta og lungu. Ef sogandi sár er á brjóstkassa verður að þétta það með sótt- hreinsuðu gasbindi. Að síðustu er hryggur þuklaður án þess að róta sjúkling of mikið til. 3. Kviður og mjaðmir. a) Þegar lokið er að skoða hrygg- inn er bezt að athuga sacro- iliae liðina með því að þrýsta báðum cristae iliacae þéttings- fast saman og ýta síðan á spina ant. sup. Þannig fæst sæmileg hugmynd um grindar- beinin. Með því að ýta á sym- fysis pubis fást upplýsingar um symfysuna og rami oss. pubis. b) Þvagleggur. Ef grunar er á að mjaðmagrind sé brotin á að leggja upp þvaglegg strax og skilja hann eftir, því algengt er að þvagrás rifni við frac- tura rami oss. pubis. Ef það er ekki gert fljótlega eftir slysið fyllist þetta allt af þvagi, bjúg og blóði svo erfitt er að koma þvaglegg upp í gegn. Væntanlega sparar það einnig tíma og fyrirhöfn fyrir þann, sem finna þyrfti endana, þeg- ar í aðgerð kemur. c) Kviður er þuklaður og bank- aður og gætt að eymslum, fyr- irferðar aukningu, spenntum vöðvum o. s. frv. Opin sár eru ekki sonderuð og ef garnir og/ eða omentum lafir út er því ekki troðið inn fyrr en aðstaða er fyrir hendi til að gera full- komlega að sárinu, heldur er reynt að breiða sterilt yfir með isotónisku saltvatni. Lífshættulega blæðingu frá kviðarholi verður að reyna að athuga og stöðva. Stundum er nauðsynlegt að þrýsta niður á aorta með hnefanum á meðan áhöld eru tekin til, en það er víst mesta erfiði jafnvel fyrir hraustan mann. d) Kynfæri og endaþarmur. Kyn- færi eru athuguð fyrir áverk- um og fingri brugðið upp í endaþarm. 4. IJtlimir. Þá skal einkum skoða m. t. t. starfshæfni. Búa lauslega en ster- ilt um opin sár. III. Meðferö. Það getur haft mikla þýðingu að gera sér grein fyrir og hefjast strax handa á því, sem skiptir mestu máli. Þýðingarmestu atriðin eru eft- irfarandi og í þessari röð: 1) Öndun og öndunarvegir. 2) Hjarta og blóðrás. 3) Blæðingar. 4) Shock. Síðan koma önnur atriði, s. s. að koma í veg fyrir infectionir (tetanus), spelkur og flutningur og loks að gera að áverkum sjúklings. Öndun Eins og áður segir eru helztu orsakir fyrir hindraðri öndun að mucus, vomitus, blóð eða tunga stíflar. Meðferð er þá að toga tunguna fram og reyna að hvolfa úr sjúklingi samkvæmt þyngdar- lögmálinu, eða nota sog ef hægt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.