Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 59

Læknaneminn - 01.07.1967, Síða 59
LÆKNANEMINN 59 ferð á shocki, því menn skilja ekki enn til hlítar það, sem á bak við liggur og er meðferð því nokk- uð misjöfn. Þýðingarmest er að reyna að varna því að sjúklingur fari í shock og að koma í veg fyrir orsökina — þ. e. að stöða blæð- ingar og bæta upp blóðtap. Áríð- andi er að öndun sé óhindruð. Helztu atriði í meðferð yrðu: a) Hækka undir fótum sjúklings (nema um höfuðáverka sé að ræða). c) Halda öndun óhindraðri og gefa súrefni ef cyanosis er til staðar. c) Halda eðlilegum hita á sjúkl- ingi. Ef sjúklingur er hitaður um of verður perifer æðaút- víkkun. d) Draga úr sársauka og vanlíð- an með því að gefa morfín í æð, en það er óæskilegt að gefa það undir húð, því sé blóðrásin léleg absorberast það illa, en getur valdið of stórum skammti, þegar blóð- rásin batnar. Einnig er varað við að gefa morfin sjúklingum, sem hafa öndunarerfiðleika eða höfuðáverka. 5—10 mg i. v. er talinn hæfilegur skammtur. Nú er einnig farið að gefa chlorpromazine í stað morfins og er það talið hafa góð áhrif á blóðrásina. e) Parenteral vökvagjöf; við blóðtapi er bezt að gefa heil- blóð, annars plasma eða plasmaexpander þangað til hægt er að fá blóð. Ef með þarf er óhætt að gefa blóðið hratt í æð. Vasopressorlyf hafa vafasama þýðingu og í sumum tilfellum eru þau skaðleg, því þau hækka blóð- þrýstinginn á kostnað blóð- streymis um vefina en markmið meðferðarinnar er einmitt að bæta blóðstreymið í vefjunum. I bráðri og svæsinni hypotensio vegna blæðinga geta adrenerg lyf þó bætt blóðrásina til hjarta og heila, en það veitir aðeins stundargrið, því við það eykst einnig stöðnun og acidosis í öðrum vefjum. Nú nýlega hafa menn far- ið að gefa natrium bicarbonat til að virka á móti þessari acidosis. Ennfremur lítur út fyrir að vaso- pressorar verði lagðir niður en vasodilatorar teknir upp í stað- inn. Að lokum nokkur orð um spelk- ur og flutning. Spelkur eru merkir hlutir, sem rétt er að muna eftir og virða þó stundum séu þær úr litlu efni. Það er sagt að það eigi aldrei að flytja sjúkling með brotinn lim fyrr en búið er að spelka hann. Spelkur er oftast hægt að búa til, aðalatriðið er að þær geri liminn óhreyfan- legan. Þægilegastar eru spelkurn- ar frá 3M, sem eru tvöfaldir plast- pokar, sem smeygt er upp á lim- inn og síðan blásið upp. Ef grun- ur er um brotinn hrygg er bezt að flytja sjúklinginn á hörðum fleti, svo sem á hurðarbaki. Hálsbrotna sjúklinga þarf að fara sérstaklega varlega með, bezt er að flytja þá á hörðum fleti og skorða höfuðið vel af. I öllum slysum er mikilvægt að flytja sjúkling eins varlega og nettilega og unnt er. Það er sjald- an ástæða til að aka með feikna hraða og látum, það hefir aðeins í för með sér aukin óþægindi og jafnvel meiri áverka fyrir sjúkl- inginn, auk þess sem það skapar hættu og veldur stundum slysum á vegfarendum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.