Læknaneminn - 01.07.1967, Qupperneq 61
LÆKNANEMINN
61
UM BÆKUR
Stórar bækur og tímarit.
Sá háttur hefur lengi verið á lestri
í deildinni, að stúdentar lesi stórar bæk-
ur sem þeir eiga sjálfir, og þeir lesi
ekkert annað en þessar stóru bækur.
Pljótt á litið, kann þetta að virðast
mjög heppilegt, við fáum í einni bók
allt sem við þurfum að vita í viðkom-
andi grein og getum gripið til þess hve-
nær sem er. Ekki er þó öll sagan þar
með sögð og sé rýnt betur og athugað
hvers kyns menntun slíkur bókalestur
veitir, koma fljótlega ýmsir slæmir
gallar í ijós. Fyrsta vitleysan er sú, að
þess er krafist að við lærum þessar
stóru bækur utanað. Þetta stríðir gegn
akademisku frelsi, vegna þess að við
höfum ekkl tíma til að lesa neitt annað
en það sem okkur er sett fyrir að læra.
Þannig kynnumst við í hverju tilfelli
aðeins einu sjónarmiði og eðlilega
hættir okkur síðar til að skoða það sem
algild sannindi. Þessi námsaðferð stuðl-
ar þess vegna að óvísindalegri hugsun
og óvísindalegum vinnubrögðum, en við
læknanemar megum sízt við slíku.
Stúdentar, sem lesa eingöngu kennslu-
bækur, lesa eingöngu niðurstöður sem
búið er að melta fyrir þá, en kynnast
aldrei rannsóknum þeim og rannsóknar-
aðferðum sem að baki liggja. Námsað-
ferð þessi stuðlar mjög að því að gera
nemandann passivann og hljóta allir að
skilja, að erfitt er að halda sér vel
vakandi yfir sömu bókinni viku eftir
viku og mánuð eftir mánuð. Flestir
kennarar deildarinnar hafa stuðlað að
þessum kennsluháttum og er það skilj-
anleg aðferð þeirra til að komast sem
Iéttast frá kennslunni. Orsakir þessa
eru aftur þær, að kennaranna bíða
meira aðkallandi störf og auk þess er
aðstaðan til kennslu ekki góð. Þeir
þurfa því lítið sem ekkert að búa sig
undir tímana og kenna eingöngu með
því að tyggja upp það sem stendur í
kennslubókinni, enda stendur þar allt
sem stúdentar þurfa að vita. Það ætti
því ekki að koma neinum á óvart, að
tímasókn hjá sumum kennurum byggist
á skyldurækni einni saman. Þessi lýsing
er því miður sönn, enda dylst það vist
fáum læknanemum að mikilla og
skjótra breytinga er þörf á kennslu-
háttum deildarinnar. Samt er það nú
svo, að manneskjan sjálf skiptir alltaf
mestu máli, hvert sem skipulagið kann
að vera og kennarar og nemendur deild-
arinnar munu lítið breytast þó að reglu-
gerðin breytist. Stúdentar og háskóla-
kennarar eru samstarfsmenn, sem
vinna saman að ákveðnu markmiði.
Kennararnir gera (að sjálfsögðu) mikl-
ar kröfur til okkar stúdenta, hvers
vegna skyldum við ekki einnig gera
kröfur til þeirra og veita þeim aðhald.
Við stúdentar viljum betri kennslu og
betri kennara og auðvitað sjáum við
ekki aðeins gallana, heldur einnig
ýmsar leiðir til úrbóta. Ein nærtæk leið
er að efla rannsóknarstarfsemi á veg-
um Háskólans. Það eru gömul sannindi,
að háskóli sem ekki er rannsókna-
stofnun, getur ekki gegnt kennsluhlut-
verki sínu nema að nafninu til. Þetta
vissu meira að segja. gömlu karlarnir
sem börðust fyrir stofnun Háskólans,
en þeir töldu hlutverk hans númer eitt,
að vera rannsóknastofnun.
Það er mín skoðun, að hægt sé að
stórbæta kennsluna, með því að efla
rannsóknastarfsemi á vegum skólans
og að breyta lesefni stúdenta. Með þvi
að lesa stuttar kennslubækur, eins og
gert er t.d. í Bretlandi, fæst nauðsyn-
leg yfirsýn og beinagrind sem hægt er
að læra vel. Utan á þessa grind er
síðan hægt að hlaða, með því að hlusta
á góða fyrirlestra, lesa tímaritagreinar
og sérrit, fylgjast með og taka þátt í
rannsóknum kennaranna og síðast en
ekki sízt vinna sjálfstætt að ýmsum
verkefnum. Til mikilla baga er, að okk-
ur vantar gott bókasafn og sem afleið-
ingu af því, bókasafnshefð, sem
stúdenta ætti að ala upp i. Það er þess
vegna einnig mjög aðkallandi fyrir okk-
ur stúdenta, að Háskólabókasafnið
verði eflt til mikilla muna, safnið fái
viðunandi húsnæði og margfölduð verði
sú smánarlega fjárveiting sem það fær
nú til bókakaupa. Sé áhuginn nægur
og menn gefi sér tíma, til að líta upp
úr kennslubókunum, leyfi ég mér að
benda á þau söfn sem til eru og okkur
er frjást að nota. Á Keldum er taisvert
af bókum og keypt eru um 80 tímarit
og auk þess er góð aðstaða til lestrar.
Talsvert af bókum og tímaritum er
einnig að finna á Rannsóknarstofu
Háskólans við Barónsstíg, Háskólabóka-
safni og Landsbókasafni.
Magnús Jóhannsson.