Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 18

Læknaneminn - 01.12.1968, Síða 18
18 LÆK N A NEMINN Ólafur Ingibjörnsson, lœknir: Nokkur Sudecks Með Sudecks atrophiu eða „painful posttraumatic osteo- porosis“, eins og það er oft nefnt á engilsaxnesku, er átt við sjúk- dómsmynd, sem sést eftir ýmiss konar áverka, eins og hið engil- saxneska nafn ber með sér. Það er þó ekki heldur allskostar rétt, því að sjúkdómsmyndin er hvergi nærri bundin við beinið, heldur einnig flesta eða alla umliggjandi vefi, og er því e. t. v. réttara að tala um Sudecks syndrom. Að þessu hallast fleiri og fleiri og telja þá „réttilega, að „Sudecks atrophia“ sé þá haldið sem röntgen- ologiskri terminology. Oftast sést Sudecks syndrom eftir áverka á útlimum, og þá oftast á polyarti- culerum svæðum, svo sem carpus og tarsus eða í næsta nágrenni við slík. Mjög algengt er að sjá það eftir Colles fracturur, enda er talið að t. d. á hendi komi % af öll- um Sudecks fyrir hjá konum, sem eru, eins og alkunnugt er, ábyrg- ar fyrir flestum Colles fracturum. Það var árið 1900, sem Ham- borgarkirurginn Paul Sudeck lýsti þessu fyrirbæri fyrstur manna, í grein, sem nefndist „tíber die entziindliche Knochen- atrophie“, og birtist í „Arkiv fiir klinische Chirugie“ sama ár, og eftir þessum ágætismanni hefur svo syndromið hlotið nafn sitt. Síðan hefur margt birzt á prenti um það, hypothestur bæði um or- orð um atrophiu sakir og meðferð, og eru hinir ýmsu skólar sízt sammála. Sýnir það ef til vill bezt, hversu lítil vitneskja rnanna raunverulega er. Enda þótt oftast sé talað um þetta fyrirbæri sem complication við beinbrot og frekar um það get- ið í fracturu-bókum og orthopae- diskum, er það heldur ekki alveg rétt, því að eftir mjúkpartatraum- ata, contusionir, distorsionir, luxationir á liðum og eftir bruna sést þetta ósjaldan, sumir segja oftar en eftir nokkuð annað. Það er talið allalgengt við periarthritis humeroscapularis, því hefur verið lýst eftir hemiplegiur. Sömuleið- is hefur Sudecks syndromi verið lýst eftir handlæknisaðgerðir, svo segja má með nokkru sanni, að maður sé hvergi fyrir því óhultur. Það hefur almennt verið talið að Sudecks syndrom hafi verið frekar algengt í Evrópu og í Norður-Ameríku, en í Bretlandi hafa menn aldrei viljað gangast inn á eins háa tíðni og menn á meginlandi Evrópu og Norður- Ameríkumenn hafa viljað vera láta, en þar hafa sumir álitið Sudecks atrophiu algengustu or- sök fyrir verulega töfðum aftur- bata og örkumlun eftir áverka. Þetta viðhorf breyttist að nokkru, er Mr. Plews í Luton and Duns- table Hospital (Bedfordshire) gerði upp 3ja ára material frá „Accident Services of the Luton and Hitchin

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.