Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Page 27

Læknaneminn - 01.12.1968, Page 27
LÆKNANEMINN »7 (og lífi) manna. Auðsætt er, að við verðum að einskorða skilgrein- inguna við menn. I eiturefnafræði- legu tilliti finnst mér rétt að halda öllum lífvenim og lífvænlegum ver- um, þar með talin bæði bakteríur og veirur og frjóduft, utan við skilgreininguna. Efnið verður tekið fyrir í eftir- farandi kaflaröð: I. Samsetning andrúmsloftsins II. Orsakir mengunar III. Veðurfræðileg viðhorf IV. Heilsuspilling V. Almennar varúðarráðstafanir VI. Lokaorð. I. SAMSETNING ANDRÚMSLOFTSINS. Samsetning tærs lofts er ekki stöðug. Helztu breytilegu þættirn- ir eru vatn og koltvíoxíð. Ef við fjarlægjum þessi efni úr loftsýn- ishornum, sem tekin hafa verið á mörgum stöðum og á ólíkum tím- um, þá má segja, að samsetning leifarinnar sé nær óbreytileg. Tafla 1. (Encycloped. Brit.) sýnir rúm- málshlutföll af óbreytilegu þáttun- um í andrúmsloftinu, eftir að vatn og koltvíoxíð hafa verið fjarlægð. Tafla 1. Þættir Formúla Rúmmáls % Köfmmarefni n2 78,110 Súrefni 02 20,953 Argon Ar 0,934 Neon Ne 0,001818 Helíum He 0,000524 Krýpton Kr 0,000114 Xenon Xe 0,0000087 Vatnsefni h2 0,00005 Metan ch4 0,0002 Köfnunar- efnisoxíð n2o 0,00005 Breytilegu þættimir, og þá sér- staklega vatn, hafa hlutverkum að gegna í veðurfræði. Rakastig lofts- ins, eða hlutfallið milli rakans í loftinu og mettunarraka þess, er mjög mismunandi og hefur tölu- verð áhrif á loftslag, geislun og veðráttu. Rakinn getur orðið allt að 7 rúmmáls %. Meðalgildi koltvíoxíðs er um 0,033 rúmm. %, en efri og neðri mörk gildisins era 0,1 og 0,01%. Koltvíoxíðmagn loftsins hefur nokkur áhrif á hitastigið á jörð- inni, þar sem það minnkar varma- tap um innrauða geislun frá jörð- inni. Þá er rétt að minnast örlítið á ózon, 03, en það er bæði myndað og eyðilagt af upptöku á útfjólu- blárri geislun. Mest af því finnst í mikilli hæð, 20-30 km, og liggur þýðing þess í því, að það hindrar mikinn hluta útfjólublárra geisla sólarorkunnar í að berast til jarð- ar. II. ORSAKIR MENGUNAR. Áður en lengra er haldið, er rétt að gera grein fyrir merkingu orð- anna mengir og mengunarvaldur. Með orðinu mengir verður hér eftir átt við efnið, sem mengar andrámsloftið (e. pollutant), t.d. brennisteinstvíoxíð, flúor. Aftur á móti vísa mengunarvaldar til upp- runastaða mengunarinnar, t.d. eld- f jöll, bílar. Þegar rætt er um menga, verð- ur fyrst að gera sér grein fyrir, hvaðan þeir eru upprunnir, um hvaða efni er að ræða og í hvaða magni er líklegt, að þeir séu. Mér finnst liggja beinast við að skipta mengunarvöldum í tvo höfuð- flokka eftir því, hvort mengunin er af völdum náttúru eða manna. Síðan koma undirflokkar:

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.