Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 27

Læknaneminn - 01.12.1968, Qupperneq 27
LÆKNANEMINN »7 (og lífi) manna. Auðsætt er, að við verðum að einskorða skilgrein- inguna við menn. I eiturefnafræði- legu tilliti finnst mér rétt að halda öllum lífvenim og lífvænlegum ver- um, þar með talin bæði bakteríur og veirur og frjóduft, utan við skilgreininguna. Efnið verður tekið fyrir í eftir- farandi kaflaröð: I. Samsetning andrúmsloftsins II. Orsakir mengunar III. Veðurfræðileg viðhorf IV. Heilsuspilling V. Almennar varúðarráðstafanir VI. Lokaorð. I. SAMSETNING ANDRÚMSLOFTSINS. Samsetning tærs lofts er ekki stöðug. Helztu breytilegu þættirn- ir eru vatn og koltvíoxíð. Ef við fjarlægjum þessi efni úr loftsýn- ishornum, sem tekin hafa verið á mörgum stöðum og á ólíkum tím- um, þá má segja, að samsetning leifarinnar sé nær óbreytileg. Tafla 1. (Encycloped. Brit.) sýnir rúm- málshlutföll af óbreytilegu þáttun- um í andrúmsloftinu, eftir að vatn og koltvíoxíð hafa verið fjarlægð. Tafla 1. Þættir Formúla Rúmmáls % Köfmmarefni n2 78,110 Súrefni 02 20,953 Argon Ar 0,934 Neon Ne 0,001818 Helíum He 0,000524 Krýpton Kr 0,000114 Xenon Xe 0,0000087 Vatnsefni h2 0,00005 Metan ch4 0,0002 Köfnunar- efnisoxíð n2o 0,00005 Breytilegu þættimir, og þá sér- staklega vatn, hafa hlutverkum að gegna í veðurfræði. Rakastig lofts- ins, eða hlutfallið milli rakans í loftinu og mettunarraka þess, er mjög mismunandi og hefur tölu- verð áhrif á loftslag, geislun og veðráttu. Rakinn getur orðið allt að 7 rúmmáls %. Meðalgildi koltvíoxíðs er um 0,033 rúmm. %, en efri og neðri mörk gildisins era 0,1 og 0,01%. Koltvíoxíðmagn loftsins hefur nokkur áhrif á hitastigið á jörð- inni, þar sem það minnkar varma- tap um innrauða geislun frá jörð- inni. Þá er rétt að minnast örlítið á ózon, 03, en það er bæði myndað og eyðilagt af upptöku á útfjólu- blárri geislun. Mest af því finnst í mikilli hæð, 20-30 km, og liggur þýðing þess í því, að það hindrar mikinn hluta útfjólublárra geisla sólarorkunnar í að berast til jarð- ar. II. ORSAKIR MENGUNAR. Áður en lengra er haldið, er rétt að gera grein fyrir merkingu orð- anna mengir og mengunarvaldur. Með orðinu mengir verður hér eftir átt við efnið, sem mengar andrámsloftið (e. pollutant), t.d. brennisteinstvíoxíð, flúor. Aftur á móti vísa mengunarvaldar til upp- runastaða mengunarinnar, t.d. eld- f jöll, bílar. Þegar rætt er um menga, verð- ur fyrst að gera sér grein fyrir, hvaðan þeir eru upprunnir, um hvaða efni er að ræða og í hvaða magni er líklegt, að þeir séu. Mér finnst liggja beinast við að skipta mengunarvöldum í tvo höfuð- flokka eftir því, hvort mengunin er af völdum náttúru eða manna. Síðan koma undirflokkar:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.