Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Page 35

Læknaneminn - 01.12.1968, Page 35
LÆKNANEMINN 35 1960). Mengun lofts með benz- pýreni er nokkurs konar mæli- kvarði á mengun með fjölhringa kolvatnsefnum, þar eð hin fylgja yfirleitt í nokkuð ákveðnum hlut- föllum. lungnakrabbameins er verulega hærri á iðnaðarsvæðum en í sveit (Truhaut, 1962). Hafa ber í huga, að þetta tölulega samband milli incidens lungnakrabba og byggða- þéttleika á eingöngu við um carci- Tafla 5 Borgir Magn benzpýrens míkróg/100 ms Los Angeles 3 til 3,25 Reykjavík 0,23 Björgvin 0,5 til 1,9 Oslo 0,09 til 1,52 Kaupmannahöfn 1,0 til 4,5 Sheffield 2,0 til 3,3 London 2,6 til 14,7 Með tilraunum á dýrum hefur ver- ið sýnt fram á, að hættan af æxl- ismyndandi mengun er raunveru- leg (Truhaut, 1962). Tölur frá ýmsmn löndum sýna svo ekki verður um villzt, að tíðni lungnakrabbameins hefur farið vaxandi síðustu áratugi. Á tíma- bilinu 1942-1951 varð tvöföldun á tíðni nýgreindra sjúklinga (inci- dens) (Goldberg o.fl.). Enda þótt skýra megi þessa aukningu sum- part með bættum greiningaraðferð- um og lengri meðalævi, og enda þótt alls ekki megi vanmeta áhrif tóbaksreykinga, þá bendir margt til, að hlutur mengunar andrúms- loftsins sé töluverður víða erlend- is. Reyndar er tóbaksreykur ekk- ert annað en ýkt mynd loftmeng- unar og í honum finnast m.a. kol- mónoxíð, ammóníak, pyridín-basar, benzpýren o.fl. krabbameinsvald- andi fjölhringa arómatísk kol- vatnsefni, auk nikotínsins (Knud O. Moller, 1965). Víðtæk könnun í ýmsum löndum sýndi, að incidens noma bronchogenis af frumugerð- unum ca. epidermoidis og ca. ana- plastica (Kreyberg, 1959). Ótvíræð aukning hefur orðið á tíðni lungnakrabbameins hérlend- is, og virðist hún fylgja í kjölfar mjög aukinnar vindlinganeyzlu. Aftur á móti virðist þáttur mengunar mjög óverulegur hér- lendis, eins og síðar verður vikið að. Það er eftirtektarvert, að ca. epidermoidis, sem víðast hvar er í meiri hluta, eða 48-73%, er hér- lendis aðeins 19,8%, en skæðustu tegundirnar, oat cell carcinoma og ca. anaplastica, eru hér samanlagt 68,1%. Þessar tölur eru yfir árin 1955-1964 (H.Þ., J.H., Ó.B., G.F.P., 1967). Við eiturefnafræðilegt mat á hættum samfara mengun and- rúmslofts ber að hafa hugfast, að mál þetta er mjög margslungið. Það, sem við er að eiga, er sam- safn menga og því verður að meta hættumar í samræmi við það. Hugsanleg er gagnvirkni efna, og

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.