Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Side 44

Læknaneminn - 01.12.1968, Side 44
LÆKNANEMINN U Ummr Pétursdóttir, stud. med.: / stúdentaskiptum í Finnlandi Frá þeim tíma, er Félag læknanema gerðist aðili að alþjóðasam- tökum, IFMSA, eru liðin ellefu ár. Það er ekkert efamál, að sú aðild er okkur nauðsynleg, jafnvel öðrum fremur, vegna fámennis og fjar- lægðar frá öðrum þjóðum. Ég flaug til Finnlands á síðast liðnu hausti til mánaðardvalar í Helsinki. Ákvörðunarstaður var Kvinnoklinikken, Mejlans sjukhus (Meilahden sairaala), sem er aðalháskólasjúkrahúsið í Helsinki. Á sjúkrahúslóðinni standa margar byggingar. Langhæst ber fimmtán hæða ,,Hilton“, sem, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, virðist standa undir gælunafninu. Þetta er afar glæsileg bygging og fullkomin að læknisfræðilegum útbúnaði. Kennslurými er þar blátt áfram stór- kostlegt. Má nefna til dæmis einn stærsta fyrirlestrarsalinn, þ.e. fyrir handlæknisfræði. Hann rúmaði nokkur hundruð manns í uppstoppuð- um sætum. Við ræðustól fyrirlesarans var stórt takkaborð, og þaðan var stjórnað kennslutækjum, svo sem litsjónvarpi frá skurðstofum, skugga- og kvikmyndavélum og ljós dempuð eftir þörfum. Sjónvörp, sem ég ímyndaði mér vera hámark þæginda, voru í öllum kennslu- stofum. I sérhverri grein, virtist aðstaða vera eins og bezt var á kosið. Sérstaklega eftirtektarvert var að skoða tækjabúnað, sem ein- göngu var ætlaður læknanemum á kursus í bacteriologiu, pathologiu og hygienu, þar sem hvert fag hefur sitt eigið kennslulaboratorium. Á Mejlans sjúkrahúsinu fer fram kliniskur hluti námsins, en allt læknis- námið tekur sex og hálft ár, en þar er ekki tímatakmörkun, eins og hér. Því er háttað líkt og í Svíþjóð, þ.e. eitt fag er tekið fyrir í einu með fyrirlestrum og verklegri kennslu samtímis. Að enduðum kursus er tekið lokapróf í faginu. Innganga í læknadeild er takmörkuð. Farið er eftir stúdentsprófum og árangri af tveggja mánaða kursus, sem þeir sækja, er hyggja á læknisnám. Kennslumisseri var hafið í september, þegar ég dvaldi á fæðingar- og kvensjúkdómadeild. Kvinnoklinikken er staðsett í einni af elztu byggingunum á Mejlans. Hún er stór og þar er mikið um að vera, sem má að nokkru marka af fjölda fæðinga á ári, sem nemur um það bil sjö þúsundum. Þama eru læknanemar á næstsíðasta ári í átta vik- ur og búa helming tímans í sjúkrahúsinu, eða réttara sagt í lítilli viðbyggingu, sem hlotið hefur nafnið Fomix. Þar var mér úthlutað herbergi. í Fornix ríkti skemmtilegur andi, en ekki alltaf að skapi hjúkrunarliðsins við hliðina, sérstaklega ekki um helgar, þegar konur

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.