Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 44
LÆKNANEMINN U Ummr Pétursdóttir, stud. med.: / stúdentaskiptum í Finnlandi Frá þeim tíma, er Félag læknanema gerðist aðili að alþjóðasam- tökum, IFMSA, eru liðin ellefu ár. Það er ekkert efamál, að sú aðild er okkur nauðsynleg, jafnvel öðrum fremur, vegna fámennis og fjar- lægðar frá öðrum þjóðum. Ég flaug til Finnlands á síðast liðnu hausti til mánaðardvalar í Helsinki. Ákvörðunarstaður var Kvinnoklinikken, Mejlans sjukhus (Meilahden sairaala), sem er aðalháskólasjúkrahúsið í Helsinki. Á sjúkrahúslóðinni standa margar byggingar. Langhæst ber fimmtán hæða ,,Hilton“, sem, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, virðist standa undir gælunafninu. Þetta er afar glæsileg bygging og fullkomin að læknisfræðilegum útbúnaði. Kennslurými er þar blátt áfram stór- kostlegt. Má nefna til dæmis einn stærsta fyrirlestrarsalinn, þ.e. fyrir handlæknisfræði. Hann rúmaði nokkur hundruð manns í uppstoppuð- um sætum. Við ræðustól fyrirlesarans var stórt takkaborð, og þaðan var stjórnað kennslutækjum, svo sem litsjónvarpi frá skurðstofum, skugga- og kvikmyndavélum og ljós dempuð eftir þörfum. Sjónvörp, sem ég ímyndaði mér vera hámark þæginda, voru í öllum kennslu- stofum. I sérhverri grein, virtist aðstaða vera eins og bezt var á kosið. Sérstaklega eftirtektarvert var að skoða tækjabúnað, sem ein- göngu var ætlaður læknanemum á kursus í bacteriologiu, pathologiu og hygienu, þar sem hvert fag hefur sitt eigið kennslulaboratorium. Á Mejlans sjúkrahúsinu fer fram kliniskur hluti námsins, en allt læknis- námið tekur sex og hálft ár, en þar er ekki tímatakmörkun, eins og hér. Því er háttað líkt og í Svíþjóð, þ.e. eitt fag er tekið fyrir í einu með fyrirlestrum og verklegri kennslu samtímis. Að enduðum kursus er tekið lokapróf í faginu. Innganga í læknadeild er takmörkuð. Farið er eftir stúdentsprófum og árangri af tveggja mánaða kursus, sem þeir sækja, er hyggja á læknisnám. Kennslumisseri var hafið í september, þegar ég dvaldi á fæðingar- og kvensjúkdómadeild. Kvinnoklinikken er staðsett í einni af elztu byggingunum á Mejlans. Hún er stór og þar er mikið um að vera, sem má að nokkru marka af fjölda fæðinga á ári, sem nemur um það bil sjö þúsundum. Þama eru læknanemar á næstsíðasta ári í átta vik- ur og búa helming tímans í sjúkrahúsinu, eða réttara sagt í lítilli viðbyggingu, sem hlotið hefur nafnið Fomix. Þar var mér úthlutað herbergi. í Fornix ríkti skemmtilegur andi, en ekki alltaf að skapi hjúkrunarliðsins við hliðina, sérstaklega ekki um helgar, þegar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.