Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.07.1973, Blaðsíða 6
FRÁ RITIVFFM* Ný rilnefnd hefur nú tekið við Læknanemanum og leggur fram fyrsta blað sitt. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar, bæði á úlliti og efni. Sú spurning hlýtur að vakna hjá mörgum lesend- um af hverju verið sé að breyta svo virðulegu tíma- riti sem Læknaneminn var orðinn. Því er til að svara, að við töldum blaðið hafa misst mikið af tengslum sínum við læknanema og deildina. Læknar hafa í æ ríkara mæli skrifað blaðið en læknastúdentar látið sér lynda að vera þiggjendur í blaðaútgáfu sinni. Margar veigamiklar ástæður liggja að baki þess- ari þróun. Islenzkir læknanemar venjast því í námi sínu að vera mataðir á öllu. Kennarar bera þeim á borð algildan sannleika, sem þeim er gert skyll að tileinka sér gagnrýnislaust, til að ná tilskyldum próf- um. Stúdentar eru ekki hvattir til sjálfslæðra athug- ana eða skoðanamyndunar. Þetta uppeldi er auðvit- að vel til þess fallið að drepa í dróma allt frumkvæði stúdenta og geldur blaðið þess eins og annað félags- líf. Onnur ástæða er sú, að snemma í náminu fara læknanemar að vinna fyrir miklu kaupi. Ósjálfrátt byrja menn þá að líta á sig sem fullgilda lækna, vegna þess að þjóðfélagið gerir það. Vart er við því að búast, að menn séu gagnrýnir í þjóðfélagi sem elur þá svo vel. Varðandi Læknanemann, þá er hann orðinn svo gott fagíimarit að stúdentar veigra sér við að skrifa í hann, bæði vegna vankunnáttu í læknisfræðilegum efnum og sambandsleysis blaðsins við ailt daglegt líf í deildinni. Blaðið hefur því fjarlægzt læknanema smátt og smátt, unz nú er svo komið að aðeins hluti þeirra les það. Stúdentar á fyrstu árum námsins lesa lílið í þvi og lengra komnir nemendur eiga oft bágt með að skilja einstakar greinar vegna þess hve sérhæfðar þær eru. Þessari þróun hefur núverandi ritnefnd ákveðið að breyta. Héreftir verður blaðið meira unnið af stúdentum sjálfum en hingað til. Vissar breytingar verða og gerðar á útliti þess ,en það hefur staðið í stað s. I. 10 ár á sama tíma og miklar framfarir hafa orðið í prentlist og allri uppsetningu. Starfsvið ritnefndar kemur og lil með að breytast. Mikið af vinnu fyrri ritstjórna fólst í því að finna þá lækna og læknanema sem vildu skrifa í blaðið, og nauða svo í þeim þangað lil þeir skiluðu greinum sínum fuilunnum. Aframhaldandi starf var svo að lesa prófarkir og dreifa blaðinu. Stefna blaðsins hefur alltaf verið óljós, en það sjónarmið virðist hafa verið ríkjandi að ekki mætti móðga neinn. Þetta gekk jafnvel svo langt, að grein- ar sem gagnrýndu viðurkennt ófremdarástand á viss um kúrsusum voru litnar hornauga. Slíkt hlutleysi hefur drepið niður flestar umræður um það, sem er að gerast á hverjum tírna cg blaðið hefur dagað uppi í faglegum greinum og viðtölum án tengsla við hinn almenna læknanema, starfið i deildinni eða þjóðfélagið í heild. Núverandi ritnefnd vill örva öll skoðanaskipti í blaðinu, og taka til umræðu cg athugunar efni sem lítið hafa verið rædd hérlendis ennþá. Að lokum er rétt að árétta það, að Læknaneminn er fyrst og fremst blað læknanema, og á að geta orð- ið þeim að miklu liði í hagsmunabaráttunni. Við viljum hvetja sem flesta læknanema til að skrifa í blaðið eða bjóða sig til starfa í starfshóp sem vinnur að ákveðnum verkefnum. ( Það fer vart á milli mála að þessar hreytingar á blaðinu koma til með að vekja deiiur og gagnrýni á f það. 011 gagnrýni er þegin með þökkum og er ánægð- um og óánægðum lesendum hent á bréfadálk blaðs- ins. Riínejncl. 2 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.