Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Síða 8

Læknaneminn - 01.07.1973, Síða 8
Um nokkurt skeið hefur verið starfandi hérlendis nefnd til að endurskoða núgildandi löggjöf um fóstureyðingar. Um fóstureyðing- hafa verið í gildi löggjafir, frá 1935 og frá 1938. Þegar þessi lög voru sett, var hér á ferð einhver frj álslyndasta löggjöf í Evrópu á þeim tíma. Samkvæmt lögum þess- um átti að taka tillit til þjóðfélags- legra ástæðna við leyfisveitingu, en slíkt var óþekkt á þeim tíma. Framkvæmd laganna hefur á hinn bóginn ekki verið með svo frjáls- ræðislegum hætti. Úrskurðarvald- ið hefur að mestu hvílt í höndum lækna, og þróun þessa máls hefur orðið sú, að konur hafa veigrað sér við að sækja um aðgerðina, vegna þess hversu vonlaust það hefur verið talið, að leyfi fyrir henni fengizt. Undanfarin ár hefur orðið mik- il breyting í þessum málum í öll- um nágrannalöndum ckkar. Sú stefna hefur víðast hvar sigrað, að konan skuli sjálf ráða því, hvort hún fær föslureyðingu eða ekki. Þetta varð og niðurstaða íslenzku nefndarinnar, sem skipuð var þeim læknunum Pétri Jakobssyni og Tómasi Helgasyni og auk þeirra Vilhorgu Harðardóttur blaðamanni, og Guðrúnu Erlends- dóttur lögfræðingi. LÆKNANEMINN hefur ákveð- ið að taka þetta mál til umræðu í þessu blaði. Við kynntum okkur skýrslu nefndarinnar og fengum leyfi til að birta úr henni kafla og greinar. Auk þess lásum við mikið af annarri lesningu um þessi mál og ræddum við fjölda manna um afstöðu þeirra og einstakra slofn- ana til málsins. Ritnefnd. FRAMKVÆMD WÍJGIEDANDI LéSGJAFAD Kona sem telur, að hún geti ekki átt barn af heilsufarslegum ástæð- um eða vegna félagslegra örðugleika, getur snúið sér til heimilislækn- is síns eða sérfræðings, sem síðan vísar konunni til yfirlæknis á aðgerð- arsjúkrahúsi skv. lögunum frá ’35 (sem í langflestum tilfeilum er Fæð- ingardeild Landsspítala Islands). Yfirlæknir aðgerðarsjúkrahússins tek- ur vottorð heimilislæknis eða læknis konunnar til athugunar með tilliti til þess, hvort tilefni til aðgerðar sé fyrir liendi, og gengið er úr skugga um það, hve langt á meðgöngutímann konan er komin. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það, hversu mörgum konum, sem sótt hafa um fóstureyðingu skv. lögunum frá 1935, hefur verið synjað leyfis. Það er líka hægt að sækja um aðgerðina skv. lögunum frá 1938 um fóstureyðingar og vananir. Viðkomandi ritar þá sjálfur umsókn sína, en læknir vottar á sama eyðublaði heilljrigðisástæður umsækjanda. Þessi umsókn er svo send landlækni cg ráðgj afanefnd hans, sem tekur umsóknina til meðferðar og gefur út leyfi eða hafnar eftir því, hvort lilefni er til aðgeröar skv. lögunum frá ’38. Þessi nefnd var skipuö þeim Sigurði Samúelssyni prófessor og Hjálmari Vilhjálmssyni ráðu- neytisstjóra og Aðalbjörgu Sigurðardóttur, en hún er nú hætt störfum í nefndinni og eru þeir Sigurður og Hjálmar því einir í henni um þess- ar mundir. Samtals komu 259 umsóknir til kasta nefndarinnar á árunum 1964.- ’70. Þar af var synjað 53 umsóknum, og er nokkur dæmi um þessar synjanir að finna hér í blaðinu. 173 aðgerðir voru framkvæmdar en í 33 tilfellum var leyfi veitt en aðgerð ekki framkvæmd. í flestum tilfell- um er ekki vitað af hverju aðgerðin var ekki framkvæmd. Ætla má þó, að seinagangurinn á afgreiðslu umsókna hafi oft valdið því, að konan var komin of langt á leið, er til aðgerðar skyldi fara og leyfið loks var veitt. 4 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.