Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1973, Qupperneq 43

Læknaneminn - 01.07.1973, Qupperneq 43
fyrir, að sýkingarhlulfall sé hvergi hærra í þeim landshluta en þar. Venjulega er þetta mannflesta hér- að hvers landshluta. Þessi héruð eru: Reykjavík, Stykkishólmsh., Isafjarðarh., Akureyrarh., Seyðis- fjarSarh., Víkurh. og Selfosshérað. Ennfremur eru svo nokkur héruð, sem af einhverjum ástæðum þóltu forvitnileg. Þau eiga það sameiginlegt, að skráð voru færri en 20 tilfelli í hverju í seinasta faraldri, þ- e. rauðir hundar virðast ekki hafa gengið að marki • þessunr héruðum þá, og sumum lengur. Með þessu selti að finnast lægsta hlulfall af ónæmu fólki. Þessi héruð eru: Kleppjárnsreykjah. og Reykhólah. (aldrei nema örfá lilfelli skráðj, Vopnafjarðarh. (skráður faraldur ’25-’26, annars aðeins fáeinir sjúkl. j, Hafn- arh. (slapp við seinasta faraldur) og Kirkjubæjarh. (aðeins skráður faraldur ’30-’31). Ennfremur var farið í nokkrar sveitir Þingeyjarsýslu, sem líklegt þótti, að svipaði til jressara héraða, en varð ekki ráð- ið af skýrslum, þar sem þær lilheyra Húsavíkurhér- aði, og Húsavíkurkaupstaður á sjálfsagt bróður- partinn af sjúkl. skráðum þar. Vitað var, að misl- ingar sniðgengu lengi Þingeyjarsýslurnar (Margrét Guðnadóttir, próf.j. Þessi 13 héruð fullnægja flest því skilyrði að hafa verið á skrá í öllurn rauðu-hunda-faröldrum, a. m. k. annað árið. Þó vantar upplýsingar frá Isafjarðarh. 30—’31, Vopnafjarðarh. ’40—’41 og ’54—’55 og Kirkjubæjarh. ’40—’41. Meiri kröfur var því miður ekki unnt að gera til heilbrigðisskýrslna. Ennfremur þurftu þessi héruð að hafa verið óbreytt (að mestu alla vega) á tímabilinu frá 1925 (Selfosshérað var hluli af stærra héraði fyrir 1947). Með þessu móti er vitað nokkurn veginn um feril rauðra hunda í þessum héruðum og tækifæri til samanburðar við niðurstöður könnunarinnar. Um stærð úrtakshópa er þetta að segja: Alls stað- ar nema í Reykjavík og á Akureyri voru teknar allar, sem lil náðist úr téðum aldursflokkum. Fyrir Reykja- vík og Akureyri var unnið úrtak í Skýrsluvélum rík- isins, en þar er íbúum raðað eftir stafrófsröð gatna. Teknar voru 50 úr hverjum árgangi (eða allar, ef þær voru færri). Endanlega náðist til ca. 30 (= ca. 4% af árgangi) úr yngri aldursfl. í Reykjavík, en ca. 18 (= ca. 4% af árgangi) úr þeim eldri - f. ’39 og eldri. Á Akureyri náðist til ca. 12,5% af elzta ár- ganginum og 15-35% úr öðrum. 3.1. Heimtur Alls náðist til 1536 kvenna. Þar af fékkst blóðsýni úr 1464 (af þeim falla aftur 6 úr við skiptingu milli staða). Skipling eftir aldursflokkum og stöðum er sýnd á 3. og 4. töflu. Aldur arum 1972 5.7 | 9-11 | 13-16 ( 18-20 | 21-24 ) 25-27 | 29-31 : 32-37 | 38^1 J 42M4 \ 4W6 1 47-49 J Alls Fjöldi 139 i I7C 206 153 ' 121 j 08 ! 126 I 110 99 1 73 | 59 | 42 ; 1464 3. tafla. Staður Reykja- vík Kleppj. - reykjah Stykkis- j Reykh. -j ísalj -lAkur- hólmsh | hérað \ hérað eyri Þing- i Vopna-j Scyðis- eyjars. Ij. h. íj. h. l!afnar-|Kirkju-| Vikur-ISeJí. -1 Alls hérafl jbæjarh. hérað j hérað1 Fjöldi 311 53 102 | 42 j 147 200 115 1 62 1 85 90 1 53 ' 65 128 11453 4. tafla 3.2. Mótefnamteling Til ákvörðunar á ónæmisástandi voru mæld Hl- mótefni (Tiemagglutinationsinhiberandi mótefni). Sýnt hefur verið fram á, að þau gefa áreiðanlegar upplýsingar um bæði gamlar og nýjar sýkingar.8 Nctuð var sú mælingaraðferð, sem viðhöfð er á veirurannsóknastofnun háskólans í Gautaborg. Þetla er mikrotækni, sem byggist á aðferð Halonens,0 en er nokkuð breytt. Serumið er fyrst hreinsað með kaolini. Við sjálfa mælinguna eru notuð dúfnablóð- korn í fosfatbuffer pH 7,4. Anligen var fengið frá Flow,Labcratories í títer 1/64. 1 hverri mælingaröð voru höfð með kontrólserum frá Flow og Gautaborg, með háan og Iágan líler og neikvæð. Við hverl hækkandi títerstig er þynnt til helminga, þ. e. títergildin eru 10, 20, 40, . . . 640 (dæmi: títer 40 táknar, að serumið hafi gefið ákveðna svörun í þynningunni 1/40, en enga í þeirri næstu, 1/80). Jákvæðar voru taldar þær konur, sem höfðu líter hærri en 20. Gildið 20 var álitið annað hvort fölsk jákvæð svörun eða það lágt, að það veitti enga vörn gegn endursýkingu. Ef títer reyndist 20 var mæling- in endurtekin. 3.3. Samband srörunarhlutfalls oy títers viS aldursflokka 4. mynd sýnir blutfall einstaklinga, sem reyndusl jákvæðir í mótefnamælingu (kallað hér eftir svörun- arhlutfall) eftir alclursflokkum. F-gildi* fyrir svörun eftir aldursflokkum reiknast * Ekki verður farið út í nánari útskýringu á tölfræðilegum aðferðum. Tilganguiinn með beitingu þeirra er að finna, að live miklu leyti breytileiki getur stafað eingöngu af tilviljun. Frítölur eru háðar fjölda einstakl. og flokka og vísa á staðinn í töflu yfir F-gildi, sem stækkar eftir því, sem raunverulegur breytileiki milli flokka er meiri. læknaneminn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.