Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 15
í bióði hafi síminnkandi áhrif á miðstöðvar losunar- þátta (releasing factors) í hypothalamus, en þaS leiðir aftur til aukinnar gonadotropin-framleiðslu °g losunar þess, áður en kynþroskaskeiðið hefst. Æxlisvöxtur eða bólgubreytingar í hypothalamus- svæðinu geta valdið því að kynþroski verði of snemma (pupertas praecox). Oþekkt líffræðileg tíma- tafla er talin ráða því hvenær kynþroskaskeiðið hefst. Hjá manninum hefur þetta skeið færst neðar síðustu 100 árin, úr 16-17 árum í 12-13 ár. Sýnl hefur verið fram á hjá músum og hömstrum, að þessi dýr verða kynþroska fyrr, ef þau lifa í björtu umhverfi og fá gott viðurværi. Það er því mögulegt, aS skýringarinnar á lækkuðum kynþroskaaldri nianneskjunnar sé að leita í því, að maðurinn Iifir nú í umhverfi, sem er ríkara af líkamlegum og and- legum hvötum (stimuli). tttð sírtf rmðilega og félugslega kgsi. Við fæðinguna er félagslegt kyn barnsins ákveðið eftir útliti ytri kynfæra. Þróun upphaflegs kynskiln- tngs barnsins („core gender identity“) er sennilega að mestu háð því á hvern hátt umhverfið, og þá fyrst og fremst foreldrar og systkini, flokkar barnið sem kynveru. Um 2ja ára aldur fer barnið að verða nreðvitandi um kyn sitt, þ. e. a. s. meðvitandi um »ég er strákur“ eða „ég er stelpa“. Um 3ja ára aldur íer barnið að skilja hvað átt er við með mismunandi kyni, þ. e. það fer aS greina í karlkyn og kvenkyn. Þessi hæfileiki vex samfara almennum hæfileika til aS greina hluti og flokka þá. Barnið fer einnig að skilja hina félagslegu merkingu kyngreiningarinnar. Ekki er vitað hvernig barnið skynjar sitt eigið kyn i upphafi. Sumir halda því fram, að hér sé urn IrerS viðbrögð aS ræða. Þegar í frumbernsku segja for- eldrar og aðrir barninu á beinan og óbeinan hátt r;þú ert strákur" eða „þú ert stelpa“. BarniS skynj- ar hver eru heildareinkenni bvors kyns um sig og tengslin milli kynfæranna og f’élagslegs hlutverks. Ytri kynfærin vekja áhuga þess vegna skynnæmis og það er freistandi að skoða þau og snerta. MeS því að bera sín eigin ytri kyneinkenni saman við kyneinkenni annarra fær barnið enn frekari sönn- un þess, hvoru kyninu þaS tilheyrir. Sé kynferði barns breytt með skurðaðgerð, eftir að það hefur lært að skynja sitt eigið kyn, veldur það barninu nær undantekningalaust míklum sálrænum erfiðleik- um. Svona skurðaðgerðir eru t. d. framkvæmdar ef líffræðileg kynþróun hefur gengið í gagnstæða átt við það kynhlutverk, sem barninu var fengið við fæðinguna og það alið upp í. Því eldra sem barnið er, þegar kynskiptin fara fram, þeim mun alvar- legri eru hin sálrænu eftirköst. Ef kynskilningurinn er lærður þá ætti barninu að vera það mögulegt að læra kynhlutverk sitt að nýju. í þeim tilvikum þar sem erfitt er að greina líkamlegt kyn barnsins er nauðsynlegt að ákvarða kyn þess sem fyrst eftir fæð- inguna. Ef nauðsynlegt reynist að „leiðrétta“ kynið með skurðaðgerð, þá má það ekki vera í andstöðu við kynskilning barnsins. Þar eð umhverfið ræður mestu um hvernig barnið skynjar kyn sitt, þá þarf hið psychosexuala kyn ekki alltaf að vera í samræmi við erfðakynið eða líkam- legt kyn. Dæmi um þetta eru kynskiptingar (trans- sexuella), en þeim finnst þeir tilheyra gagnstæðu kyni við það sem líkaminn segir til um. Þeir hafa ekki alltaf kynhvöt, en flestir þeirra eru homosexuel, jafnvel þótt þeir telji sig vera heterosexuel. Karl- og kvenkynskiptingar fyrirlíta ytri kyneinkenni sín og leita oft læknis til aS fá þeim breytt. Flestir, en þó ekki allir kynskiptingar, eiga við mikil sálræn vanda- mál að glíma, en kynferðisvandamálin eru aðeins hluti af þeim. Óljós mörk eru milli kynskiptinga og klæðskiptinga, sem oftast eru heterosexuel og hafa aðeins þörf fyrir að klæðast fötum hins kynsins, ýmist oft eSa sjaldan. Kvenkyns klæðskiptingar eru sjaldgæfari en karlkyns, e. t. v. vegna þess, að þjóð- félagið sættir sig betur við karlmannlegar konur en kvenlega karlmenn. Það hefur sýnt sig, að klæð- skiptingar og kynskiptingar eru yfirleitt með eðli- lega litninga. Ekki er vitað hvaða sálræn vanda- mál liggja að baki þessum einkennum. Hin psycho-sexuella kynferðisþróun beldur áfram alla barnæskuna og fram á unglingsár. Eitt af því mikilvægasta í þessu sambandi, sem barnið lærir á bernskuárum sínum, eru hugtökin karlmannlegur og kvenlegur, en þau hafa að gtyma mikið af eiginleik- um, viðhorfum og verðmætamati, sem bætast við líf- færa- og lífeSlisfræðilega þekkingu barnanna. Verð- mætamatið er breytilegt frá einu menningarsvæði læknaneminn 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.