Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 33

Læknaneminn - 01.11.1974, Blaðsíða 33
hafði fengið greiningu samkvæmt fyrri upplýsing- um. Eftir voru því 14 úr fyrri hópnum og 15 úr síð- ari hópnum, sem tókst að hafa samband við og fá sæmilegar upplýsingar frá. Þetta fólk heimsóttu síðan 2 okkar og áttu við það ítarlegt viðtal og framkvæmdu geðskoöun og lauslega líkamlega skoðun. Viðtalið var að mestu fyrirfram mótað til þess að leiða í ljós þá sjúkdóma, sem viðkomandi væri haldinn, og til þess að leiða í ljós geðhæfni hans. Einnig var reynt að kanna efnahag og húsnæðisaðstæður fólksins og slá mati á, hvort viðkomandi þyrfti á vist að halda á stofnun. Meðan á viðtalinu stóð var fyllt út eyðublað með ákveðnum spurningum, sem síðan var lagt til grund- vallar heildarmati. Fólkinu var skipt niður í flokka eftir því hvernig geðhæfni þess var. Þó að flokkunin miðist fyrst og fremst við hugsanlegan ellislj óleika, er að sjálfsögðu ekki eingöngu miðað hér við minni einstaklinganna, heldur einnig við breytingu á framkomu, skapgerð, hugsun, frumkvæði, áttun og einbeitingu, geðslagi og tilfinningalífi. Flokkunin byggir ekki á venjulegum sjúkdómseiningum heldur á einskonar hæfnismati, sem byggt er á þeim einkennum, sem viðkomandi kvartaði um, eða sáust í viðtali og skoðun. Flokkunin fór þannig fram, að hvert útfyllt spurn- ingahefti var lesið nokkrum sinnum yfir. Af þeim upplýsingum, sem þar var að finna, svo og þeim myndum og óskráðu upplýsingum, sem komu fram í hugann þegar hver einstakur var rifjaður upp, var hann settur í ákveðinn flokk eftir hæfni sinni. Slíkt mat hlýtur óhj ákvæmilega að vera hlutlægt, eins og hvert annað kliniskt mat læknis og því háð ýmsum áhrifum, sem dæmandi hefur orðið fyrir, fyrst í viðtalinu sjálfu og síðan við upprifjun og flokkun. Þannig gæti, hugsanlega, einstaklingur fengið lakara mat vegna andúðar, eða óþægilegra áhrifa, sem hann hefur á viðmælanda. A sama hátt gæti annar fengið betra mat vegna jákvæðra áhrifa á dæmanda. Til þess að minnka eins og hægt var hættuna á þessu, var hver úrlausn lesin og dæmd af tveimur, þar af öðrum, sem ekki hafði persónulega hitt fólkið. Með þessu komst á betri samræming í matinu og var flokkun hvers og eins rædd ítarlega, áður en hún var endanlega ákveðin. Upphaflega voru flokkarnir 6, en síðan dregnir saman í 3, þannig að í flokk, sem við nefnum góð geðhæfni koma þeir, sem að okkar mati voru vel hæfir og ekki sýndu nein einkenni um geðræna kvilla, hvorki ellislj óleika né aðra. I einstöku tilvik- um gat þó verið grunur um, að nærminni væri byrj- að að minnka, en þó varla meira en eðlilegt er mið- að við að hlutaðeigendur eru á aldrinum 76-78 ára. Hjá þeim sem taldir voru sæmilegir mátti greinilega finna, að nærminni var byrjað að versna og orðið verulega gloppótt hjá sumum. Áhugamál voru farin að þrengjast greinilega og sumir voru jafnvel farnir að fylgjast illa með fréttum. Þó gátu flestir breitt sæmilega yfir vanhæfni sína. Lélega geðhæfni hafa einstaklingar, sem hafa slæmt nærminni og fjar- minni, tengsl við umheiminn eru lítil, sumir eru ekki áttaðir og greinilega geðveikir. Af þessari stuttu lýs- ingu á flokkuninni sést, að ekkert er klippt eða skor- ið, en þó mátti furðanlega setja einstaklingana hvern í sinn flokk. Auk þess, sem flokkað var eftir hæfni, var gerð venjuleg sj úkdómsgreining. Sumir þeirra sjúkdóma, sem um var að ræða, höfðu bein áhrif á hæfnina, eins og hún kemur fram í viðtali, og gat stundum verið erfitt að rneta hvað ætti að skrifa á reikning almennrar andlegrar hrörnunar, þ. e. a. s. dementia senilis eða arteriosclerotica og hvað á reikning annars geðsjúkdóms, sem viðkomandi hafði haft. Flestir aðrir geðsiúkdómar, sem fólkið hafði voru á lágu stigi og höfðu því ekki verulega áhrif á flokk- unina. Þó er rétt að minna á depressio, sem hrjáði einstaka og jók mjög á vanhæfni þá, sem viðkom- andi hafði vegna hrörnunar. I slíkum tilvikum hefur depressio þau áhrif, að viðkomandi er metinn lak- ari en ella væri. Aðeins einn einstaklingur hafði schizophrenia og var metið, að öll hans vanhæfni, sem var á hæsta stigi, stafaði af þeim orsökum. TMiSfurstiiður A töflu 2 sést, að hópurinn, sem ekki hafði grein- ingu áður, er frískari en hópurinn, sem hafði grein- ingu áður, þannig að fleiri í fyrrnefnda hópnum hafa góða geðhæfni. Hins vegar er munurinn á hópunum kannski ekki eins mikill og margur hefði búist við. Sjúkdómsgreiningar þær, sem fólkið í síð- arnefnda hópnum fékk á grundvelli upplýsinga LÆICNANEMINN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.